EinstaklingsherbergiEinstaklingsherbergi eru í húsum við Hvanneyrargötu 2 og 4

Herbergin eru 15,7m2. Klósett og sturta er inn af hverju herbergi og eru þau leigð út með húsgögnum  (rúm, skrifborð og fataskápur). Sameiginleg stofa með útgönguhurð út á hellulagðan sólpall. Í stofunni er hornsófi og hillusamstæða. Eldhúsið er stórt og fylgja hverju herbergi afmarkaðir skápar í eldhúsinnréttingu sem og svæði í ísskáp. Sameiginlegt rými í eldhúsi, en þar eru öll nauðsynleg tæki, borð og stólar.
Hverju herbergi fylgir stór útifataskápur í sérstöku útifataherbergi við hlið anddyris og afmarkað svæði á geymslulofti. Þvottahús tilheyrir sameigninni og fylgir þvottavél og þurrkari húsnæðinu. Þrif á sameign (gangur, stofa og eldhús) skiptist á milli leigutaka herbergjanna en þrif á annarri sameign (anddyri, þvottahúsi, útifataherbergi, ruslakompu og geymslulofti) skiptist á milli leigutaka í herbergjum og leigutaka í íbúð sem jafnframt er í húsinu. Rafmagn, hiti og netsamband er innifalið í leiguupphæð herbergjanna.

 

Yfirlit yfir húsnæði á vegum Nemendagarða

Einstaklingsherbergi
Á vegum Nemendagarða eru 10 einstaklingsherbergi með sameiginlegu rými. Herbergin eru í Árgarði (Hvanneyrargata 2) og Hégarði (Hvanneyrargata 4).
Íbúðir við Skólaflöt
Í fjölbýlishúsum við Skólaflöt eru: 20 tveggja herbergja íbúðir og 20 þriggja herbergja íbúðir. Þrjár þriggja herbergja íbuðanna eru þakíbúðir. Íhúsunum eru einnig 16 fjögurra herbergja íbúðir. Af þeim eru  4 þakíbúðir.
Þriggja íbúða hús
Í Hvanneyrargötu 6 eru tvær tveggja herb.íbúðir og ein þriggja herbergja. Hið sama gildir um Hvanneyrargötu 8 og Túngötu 22. Þessi hús eru öll nákvæmlega eins.