EinstaklingsíbúðirÍ Skólaflöt 4 og 8 eru 20 einstaklingsíbúðir (studio) sem hver um sig er 24 m2 að stærð. Í Skólaflöt 4 eru 12 íbúðir og 8 íbúðir í Skólaflöt 8. Íbúðirnar eru á fyrstu og annarri hæð.
Íbúðirnar eru hefðbundnar einstaklingsíbúðir, þar sem saman fara bæði stofa og herbergi. Eldhúskrókur með útskotsborði. Í eldhúsinu eru eldunarhillur og ýmist örbylgjuofnar eða bakaraofnar. Stór fataskápur. Dúkur á gólfi. Baðherbergið er með klósetti, sturtu og baðherbergisskáp. Hverri íbúð fylgir geymsla í risi húsanna. Í íbúðunum eru sérstakar rennur fyrir vegghengda hluti.
Íbúðunum fylgir aðgengi að sameiginlegu þvottahúsi þar sem eru þvottavél og þurrkari. Sameiginlegir frystiskápar og aðgengi að hjólageymslu og útifataskápum. Loft- og veggljós í íbúðunum. Gardínukappar eru yfir gluggum, en gardínur setur leigutaki sjálfur upp.
Þrif á sameign er á vegum Nemendagarða. Rafmagn, hiti og netsamband er innifalið í leiguupphæð einstaklingsíbúðanna. 
 

Yfirlit yfir húsnæði á vegum Nemendagarða

Einstaklingsherbergi
Á vegum Nemendagarða eru 10 einstaklingsherbergi með sameiginlegu rými. Herbergin eru í Árgarði (Hvanneyrargata 2) og Hégarði (Hvanneyrargata 4).
Íbúðir við Skólaflöt
Í fjölbýlishúsum við Skólaflöt eru: 20 tveggja herbergja íbúðir og 20 þriggja herbergja íbúðir. Þrjár þriggja herbergja íbuðanna eru þakíbúðir. Íhúsunum eru einnig 16 fjögurra herbergja íbúðir. Af þeim eru  4 þakíbúðir.
Þriggja íbúða hús
Í Hvanneyrargötu 6 eru tvær tveggja herb.íbúðir og ein þriggja herbergja. Hið sama gildir um Hvanneyrargötu 8 og Túngötu 22. Þessi hús eru öll nákvæmlega eins.