Fjögurra herbergja íbúðir


Skólaflöt 8, 12 og 7
12 fjögurra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum við Skólaflöt. 
- fjórar íbúðir sem eru 63 fermetrar (Skólaflöt 8) 
- átta íbúðir sem eru 65,5 fermetrar (Skólaflöt 12 og 7) 
Íbúðirnar eru á fyrstu og annarri hæð. Tíu með sérinngangi en tvær íbúðir að Skólaflöt 8 deila inngangi með einstaklingsíbúðum. Hellulagður sólpallur við íbúðir á jarðhæð. Íbúðir á annarri hæð með svalir. Í íbúðunum eru þrjú góð svefnherbergi með fataskápum. Ísskápur fylgir. Dúkur á gólfi. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Sturta. Íbúðunum fylgja geymslur inni í íbúðunum. Rennur fyrir vegghengda hluti. Ljós fylgja. Gardínukappar, en gardínur setur leigutaki sjálfur upp. Aðgengi að hjólageymslu og útifataskápum. Sameiginlegur garður en sláttur og viðhald garðsins er á ábyrgð leigusala. Leigusali sér um þrif á sameign. Hiti og netsamband er innifalið í leiguupphæð íbúðanna.
 
Skólaflöt 12 og 7
Fjögurra herbergja risíbúðir
Fjórar 98 fermetra, fjögurra herbergja íbúðir á þriðju hæð. Íbúðirnar eru að hluta til undir súð. Sérinngangur. Svalir. Þrjú svefnherbergi. Fataskápar á gangi. Ísskápur fylgir. Dúkur. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Sturta. Geymslur eru inn af öllum íbúðum. Rennur fyrir vegghengda hluti. Öll ljós fylgja. Gardínukappar eru yfir öllum lóðréttum gluggum og fylgja gardínur íbúðunum.  Aðgengi að hjólageymslu og útifataskápum, ásamt sameiginlegum garði. Íbúar í risíbúðum sjá um þrif á sameign sem þeim tilheyrir sérstaklega (Þriðja hæð í Skólaflöt 4, 8, 12 og 7). Leigusali sér um annað rými sem flokkast undir sameign. Kostnaður er innifalinn í leigu. Hiti og netsamband er innifalið í leiguupphæð íbúðanna.
 

 

Yfirlit yfir húsnæði á vegum Nemendagarða

Einstaklingsherbergi
Á vegum Nemendagarða eru 10 einstaklingsherbergi með sameiginlegu rými. Herbergin eru í Árgarði (Hvanneyrargata 2) og Hégarði (Hvanneyrargata 4).
Íbúðir við Skólaflöt
Í fjölbýlishúsum við Skólaflöt eru: 20 tveggja herbergja íbúðir og 20 þriggja herbergja íbúðir. Þrjár þriggja herbergja íbuðanna eru risíbúðir. Íhúsunum eru einnig 16 fjögurra herbergja íbúðir. Af þeim eru  4 risíbúðir.
Þriggja íbúða hús
Í Hvanneyrargötu 6 eru tvær tveggja herb.íbúðir og ein þriggja herbergja. Hið sama gildir um Hvanneyrargötu 8 og Túngötu 22. Þessi hús eru öll nákvæmlega eins.