Flutt innHúsnæði tekið í notkun
Nýir íbúar í Nemendagörðum eru hvattir til að fara nákvæmlega yfir eyðublöð - sem eru hér -  og merkja við eftir því sem við á.  Athugið að það þarf að prenta út eyðublaðið.  Leigutaki verður að skrifa niður athugasemdir og ábendingar um galla og/eða tjón. Hafi leigutaki eitthvað við  íbúð/herbergi að athuga þarf hann að gera athugasemd þar að lútandi eigi síðar en sólarhring eftir afhendingu íbúðar. Athugasemd þarf að senda til nemendagardar@lbhi.is.   

Til að tryggja réttarstöðu leigutaka skal leigutaki láta húsvörð skrifa upp á viðkomandi lista með þeim athugasemdum sem leigutaki setur fram. Leigutaki ber ábyrgð á geymslu úttektarblaðs. 

Ábyrgðartrygging
Þeir sem eru að flytja inn í húsnæði Nemendagarðanna þurfa að útfylla tryggingarvíxil hjá Nemendagörðunum, að upphæð 150.000,- eða leggja að öðrum kosti fram vörslufé að sömu upphæð. Tryggingagjald að upphæð 5.000,- kr. er innheimt með fyrstu leigugreiðslu.

Tryggingavíxill er útfylltur við undirritun leigusamnings, og er því EKKI þörf á að leita til banka vegna ábyrgðartryggingar.

Forsíða heimasíðu Nemendagarða