Flutt úr íbúð - GátlistiÚttektir
Úttekt á húsnæði á að fara fram á dagvinnutíma. Vinsamlega sendið tölvubréf á nemendagardar@lbhi.is og pantið úttekt. Leigutakar fá tvo daga í flutning milli einstaklingsíbúða og þrjá til fjóra daga ef um er að ræða fjölskylduíbúðir. Skil án úttektar ef allt er í lagi kosta kr. 5000. Ef nauðsynlegt reynist að þrífa, gera við, skipta um perur - svo dæmi séu tekin -bætist sá kostnaður við. Þrif á kostnað leigjenda kosta kr. 3.200 á klukkustund að viðbættum akstri. Öll efni til þrifa eru innifalin.

Þegar húsnæði er skilað: Farið nákvæmlega yfir eyðublöðin og merkið við eftir því sem við á. Skrifið niður athugasemdir og ábendingar um galla og/eða tjón og látið húsvörð vita við úttektina.

Mat á viðgerðarkostnaði og/eða kostnaði við þrif gerir húsvörður, en hægt er að fá óháð álit séþess óskað. Skili leigutaki íbúð illa þrifinni, verður hún þrifin á kostnað viðkomandi.

Góð ráð við skil á húsnæði:
- Hreinsa má loftræstistúta með eyrnapinnum
- Dragið fram bæði eldavél og ísskáp ef það er hægt og ræstið á bakvið/undir
- Muna að kíkja á bak við ofnana eftir týnda sokknum!
- Notið stálull við þrif á stálvöskum (þeir eiga að vera spegilgljáandi!)
- Munið að þrífa glerið í sturtuklefum

Mundu eftir úttektareyðublaðinu!

Gátlisti við flutning úr íbúðum Nemendagarða á Hvanneyri
1. Almennt
.
• Íbúðin á að vera hrein í hólf og gólf.
• Þrífa allt rúðugler að innan.
• Þrífa kúpla og allar perur eiga að vera í lagi.
• Þrífa alla slökkvara og innstungur
• Síma- og sjónvarpstenglar eiga að vera í lagi.
• Þrífa lofttúður.
• Hurðir og innréttingar eiga að vera í lagi.
• Þvo allar innihurðir, gerefti og karma.
• Þvo alla ofna og ofnakrana.
• Þvo öll gólf vel og vandlega.
• Þrífa svalahurð og ath. hvort hurðapumpa sé í lagi.
• Veggir og málning að vera í lagi, sparsla í göt og mála veggi sem sér á.

2. Málning.
• Ef þörf er á málningarvinnu skal varast að mála niður á gólflista, skápahliðar, rofa og innstungur.
• Skólaflöt 4 og 8. Brimhvítt Skin 10 Flugger.
• Skólaflöt 7 og 12 Línhvítt Skin 10 Flugger.

3. Anddyri.
• Þvo fataskáp / fatahengi að utan og innan, ekki gleyma ofan á skáp.
• Þvo útihurð/gangahurð, karma, gerefti að utan og innan og þrífa þröskuld.
• Sópa inngang að íbúðum.

4. Eldhús.
• Þvo innréttingar að innan og utan, undir og ofan á með fituleysanlegu efni, ath. salmíak getur skemmt spónlagðar innréttingar.
• Ljósaperur undir skápum eiga að vera í lagi.
• Þrífa viftu að utan og innan.
• Skipta um fitufyllt í viftu, skipta um kolasíu. Ath. ljósaperu.
• Þrífa hellur (keramik helluborð) með gluggasköfu og viðeigandi efnum. Hellur og krómhringi, þrífa vel með viðeigandi efnum.
• Þrífa sót og fitu úr ofni og ofnskúffu. Ath. ljósaperu í ofni.
• Þrífa eldavél að framan, gler í hurð utan, innan og milli og rofa.
• Taka fram eldavél og þrífa á bakvið og hliðar á henni og skápum.
• Þrífa ísskáp og örbylgjuofn að utan og innan taka fram og þrífa á bakvið.

5. Baðherbergi.
• Þvo allan kísil, skafa húðfitu og sápuleifar af hreinlætistækjum og flísum
• Þrífa kísil og fitu af baði/sturtuklefa og handlaug.
• Þvo salerni að innan og utan svo og spegil á baði.
• Baðtæki eiga að vera í lagi, ath. barka og handsturtuhaus og tappa í handlaug.
• Ath. ljós við spegil á að vera í lagi.

6. Herbergi.
• Þrífa fataskápa að innan, utan og ofaná. Ath. að hillur og grindur séu í lagi.
• Þrífa gardínukappa.

7. Geymsla.
• Þrífa veggi, hillur og gólf. Ath. allar geymslur eiga að vera tómar.

8. Úttekt.
Leigutaki á að vera viðstaddir úttekt á íbúð/herb. og á hún að fara fram á vinnutíma á virkum dögum. Sé það ekki hægt greiðir leigutaki fyrir úttekt. Skil á íbúð/herb hefur ekki farið fram fyrr en að lokinni úttekt og skil á lykli.

 

Forsíða heimasíðu Nemendagarða