Frisbígólfvöllur á HvanneyriÁ Hvanneyri er búið að koma upp níu holu frisbígolfvelli. Völlurinn er hannaður af Birgi Ómarssyni formanni Íslenska frisbígolfsambandsins. Brautirnar níu eru fjölbreyttar og mislangar. Hannað er í kringum bestu brautarstæðin, en það eru brautir 2, 4, 6, 7. Til að byrja með verður einn teigur við hverja braut (hvítur hæll), þá fyrir byrjendur. Á næsta ári verður stefnt að hafa annan teig fyrir þá sem komnir eru með reynslu og getu til að keppa á lengri brautum. 

Braut 1 er á milli Hvanneyrarkirkju og Gamla skóla, síðan er kastað frá Skemmunni yfir tjörnina við Vígdísarlund. Við Yndisgróður er braut 3. Frá húsinu Hvönnum er braut 4, kastað er að Ásgarði, síðan er braut 5 sunnan við skólahúsið.  Á milli Ásgarðs og stúdentagarðanna er braut 6.  Braut 7 er við trjáröðina austan við fótboltavöllinn og loka brautin er norðan við grunnskólan og að trjálundinum við Svíra. 

Frispígolf nýtur vaxandi vinsælda um allt land og settir eru upp margir nýjir vellir á hverju ári. Búnaður til að keppa er ódýr og leikurinn er einfaldur þ.e. sá sem kastar fæstum köstum á níu brautum vinnur.   

Síðastliðið sumar ákvað sveitarstjórn Borgarbyggðar að óska eftir því við LbhÍ og Íbúasamtök Hvanneyrar að finna staðsetningu fyrir frispígolfvöll á Hvanneyri, en frisbígrindurnar eru gjöf frá Ungmennasambandi Íslands til Borgarbyggðar. Það er vona okkar að sem flestir nýti sér völlinn og njóti þess að ganga um fallegt landslag Hvanneyrar.  

Hér má sjá völlinn