GarðyrkjuframleiðslaÞetta nám veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Sérfög brautanna hefjast á annarri önn en á þeirri fjórðu skiptist námið upp í þrjár brautir: Garð- og skógarplöntubraut, lífræn ræktun matjurta og ylræktarbraut.

Nám í garðyrkjuframleiðslu með áherslu ylræktun skiptist í bóklegt nám, 4 annir við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum Ölfusi og verklegt nám í alls 60 dagbókarskyldar vikur á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Dagbók er metin til einkunnar.  Alls er námið 220 feiningar,  120 feiningar bóklegt og 100 feiningar verknám.

Störf
Garð- og skógarplöntubraut
Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er við ræktun og framleiðslu garð- og skógarplantna, verkstjórn og/eða rekstur garð- og skógarplöntustöðva. Þeir starfa einnig við sölu og ráðgjöf til almennings varðandi val, ræktun og meðferð plantna og afurða tengdra þeim. Þá getur verið um að ræða ýmis störf hjá sveitarfélögum, s.s. garðyrkjustjórastarf, verkstjórn, umhirðu grænna svæða, skipulagningu beða o.fl. auk aðstoðar við tilraunir og rannsóknir.

Lífræn ræktun matjurta
Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er lífræn framleiðsla matjurta í gróðurhúsum og utanhúss, sala og ráðgjöf til viðskiptavina. Aðstoð við tilraunir og rannsóknir. Verkstjórar. Garðyrkjustjórar.

Ylræktarbraut
Starfsvettvangur er við ræktun og framleiðslu grænmetis, pottaplantna og afskorinna blóma, verkstjórn og/eða rekstur garðyrkjustöðva. Einnig störf við sölu og ráðgjöf til almennings varðandi val, ræktun og meðferð helstu tegunda ylræktar- og útimatjurta. Ýmis störf hjá sveitarfélögum, s.s. verkstjórn, í skólagörðum o.fl. Aðstoð við tilraunir og rannsóknir í faginu.

Umsókn um nám. Smella hér.