Garðyrkjuskólinn Vinnudagbækur


Dagbókin samanstendur af tveimur skjölum dagbókarformi og vikuformi.

Eftir að búið er að sækja skjölin og vista á heimatölvunni er best að vista þau sem formskjöl (*.dot) og þá er hægt að opna þau í Word með File/New. Þegar búið er að færa inn í þau, eru þau vistuð sem venjuleg Word-skjöl (documents sem eru með sjálfgefnu endinguna ".doc", en formskjalið er óbreytt, svo að hægt er að nota það aftur til að byrja á nýjum samskonar skjölum.

Dagbókarform
Dagbok?.doc er fjórar blaðsíður.

Fyrsta síðan er forsíða á dagbókina.

Önnur síðan er lýsing á verknámsstað. Hún er í raun einungis áminning um að þarna eigi að setja inn lýsingu á verknámsstað og dagbókareigandinn hefur frjálsar hendur um uppsetningu á síðunni og getur bætt við síðum eftir þörfum.

Þriðja síðan er dagbókaryfirlit og fjórða síðan er form fyrir umsögn.

Þriðja og fjórða síðan eru settar aftast í dagbókina.

Vikuform
Vika?.doc er fyrir einstakar vikur.
Fyrsta síðan er forsíða, þar skal telja upp þær lýsingar, sem skilað er á verkum viðkomandi viku og vísa í fyrri verklýsingar, tvær næstu síður eru ætlaðar til daglegrar skráningar verka, sem unnið er við, ásamt stundafjölda, sem unninn er við hvert einstakt verk 4. síðan er til að fylla út samandregið yfirlit yfir verk vikunnar og vinnustundafjölda.
Vikurnar skal númera í hlaupandi röð. Hverja viku er hægt að vista með sínu númeri.

Blómaskreytingarbraut
Dagbókarform
Vikuform

Garðyrkjuframleiðsla
Dæmi um útfyllta dagbók í garðyrkjuframleiðslu
Leiðbeiningar fyrir nemendur á verknámsstað

Garðplöntubraut
Dagbók fyrir nemendur á garðplöntubraut: Dagbókarform inniheldur skjöl eins og forsíður dagbókar og verknáms. Skjöl undir dagbókarformi þarf eingöngu að fylla út einu sinni fyrir hverja dagbók. Vikuform inniheldur skjöl sem nemandi þarf að vinna með daglega eða vikulega.
Dagbókarform
Vikuform

Ylræktarbraut
Dagbók fyrir nemendur á ylræktarbraut:
Nemandi velur dagbókarform miðað við verknám; útiræktun matjurta, ylræktun afskorinna blóma, ylræktun matjurta eða ylræktun pottaplantna. Dagbókarform inniheldur skjöl eins og forsíður dagbókar og verknáms. Skjöl undir dagbókarformi þarf eingöngu að fylla út einu sinni fyrir hverja dagbók. Vikuform inniheldur skjöl sem nemandi þarf að vinna með daglega eða vikulega. Athugið að velja rétt vikuform miðað við verknám.
Dagbókarform
1. Ylræktarbraut dagbókarform útiræktun matjurta
2. Ylræktarbraut dagbókarform ylræktun afskorinna blóma
3. Ylræktarbraut dagbókarform ylræktun matjurta
4. Ylræktarbraut dagbókarform ylræktun pottaplantna
Vikuform
1. Ylræktarbraut vikuform útiræktun matjurta
2. Ylræktarbraut vikuform ylræktun afskorinna blóma
3. Ylræktarbraut vikuform ylræktun matjurta
4. Ylræktarbraut vikuform ylræktun pottaplantna

Skógur og náttúra
Skógur og náttúra - dagbókarform

Skrúðgarðgarðyrkjubraut
Sjá dæmi um útfyllta dagbók í skrúðgarðyrkju
Skrúðgarðyrkjubraut - dagbókarform.
Skrúðgarðyrkjubraut - vikuform.