Jafnréttisstefna Jafnréttisáætlun fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands er gerð í samræmi við 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og í samræmi við jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins ds. 9.11.2010. Áætlunin er liður í því að jafna stöðu kvenna og karla innan LbhÍ og minna starfsfólk og stjórnendur á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis.