Skógarauðlindin-ræktun, umhirða og nýtingÚt er komin bókin Skógarauðlindin-ræktun, umhirða og nýting. Hún byggir að stórum hluta á sænsku bókinni Nya Tider Skog sem gefin var út 2008 við miklar vinsældir sænskra skógræktarmanna. Yfir tuttugu íslenskir sérfræðingar í skógrækt þýddu og endurskrifuðu bókina. Á annað hundrað myndir og teikningar eru í bókinni sem gerir hana fallega og skemmtilega aflestrar. Bókin er 128 síður í stóru broti. Þetta er bókin sem íslenskir skógræktarmenn vilja fá í jólagjöf í ár!

Þekking á atvinnugreininni er forsenda þess að góður árangur náist og skili ásættanlegum arði. Í skógrækt er þekking og yfirsýn þannig undirstaða þess að hægt sé að skipuleggja starfsemina og taka réttar ákvarðanir á hverjum tíma, því aðgerðir eða aðgerðaleysi dagsins í dag ráða miklu um lokaútkomu  langtímaverkefnis eins og ræktunar nytjaskóga.

Bókinni er ætlað það hlutverk að gefa yfirlit yfir helstu atriði sem hyggja þarf að við ræktun skóga. Hér er farið yfir undirbúning og skipulagningu, og helstu framkvæmdaatriði í ræktun og umhirðu miðað við reynslu og aðstæður hér á landi.

Bókin kostar 5.100 krónur, auk sendingarkostnaðar. Hringið í síma 433 5000 og pantið eintak!

Einnig getur þú sent tölvupóst til ritari@lbhi.is - og óskað eftir að fá heimsent eintak/eintök en þá þarftu að gefa upp nafn greiðanda, kennitölu, póstnúmer og stað. Það væri gott að fá farsímanúmerið þitt eða annað símanúmer þar sem við getum náð í þig ef þarf.