Þjónustugjaldskrá NemendagarðaGjaldskrá þessi gildir fyrir ýmsa tilfallandi þjónustu við nemendur sem leigja húsnæði í Nemendagörðum og er ekki innifalin í leigugjaldi íbúðanna.

 
Neyðaropnun. Kl. 16:15 til 22. Kr. 3.500.
 
Neyðaropnun. Kl. 22 til 8 og um helgar og á frídögum. Kr. 5.000.
 
Þjónusta svo sem peruskipti, stíflulosun og önnur viðvik eru á kostnað leigjenda. Lágmarksútkall er kr. 2.000.  Almennt tímagjald umfram það er kr. 2.500.
 
Úttekt á húsnæði á dagvinnutíma virka daga er gjaldfrjáls. Annars kostar hún kr. 5.000
 
Þrif á kostnað leigjanda samkvæmt reikningi kr. 3.200 á klukkustund að viðbættum akstri. Öll efni til þrifa eru innifalin.
 
Úttektir
Úttekt á húsnæði á að fara fram á dagvinnutíma. Vinsamlega sendið tölvubréf á umsjon@lbhi.is og pantið úttekt.
 
Leigutakar fá tvo daga í flutning milli einstaklingsíbúða og þrjá til fjóra daga ef um er að ræða fjölskylduíbúðir.
 
Skil án úttektar ef allt er í lagi kosta kr. 5000. Ef nauðsynlegt reynist að þrífa, gera við, skipta um perur - svo dæmi séu tekin -bætist sá kostnaður við.
 
Þrif á kostnað leigjenda kosta kr. 3.200 á klukkustund að viðbættum akstri. Öll efni til þrifa eru innifalin.
 
Önnur þjónusta og gjaldtaka
 
1.         Aukalyklar: 1000 kr. stk.
2.         Flutningsgjald milli húsnæðis: kr. 10.000.
3.         Aukalykill að póstkassa: kr. 500 stykkið.
 
Sambýlisfólk sem á von á barni og fjölskyldufólk er að flytja úr minni íbúð í stærri er undanþegið flutningsgjaldi.
 
Nemendagarðar LbhÍ - 311 Hvanneyri - s.433 5000 - nemendagardar@lbhi.is