Tveggja herbergja íbúðirHvanneyrargata 2 og 4
Um er að ræða tvær 40 fm íbúðir í sitt hvoru húsinu. Rúmgott WC með baðkari en án sturtu. Svefnherbergi með fataskápum. Rúmgóð stofa. Hægt að ganga út úr stofu á hellulagðan sólpall. Sérstakar rennur fyrir vegghengda hluti.
Sérstakt útifataherbergi m. tvöföldum útifataskáp. Afmarkað svæði á geymslulofti. Þvottahús tilheyrir sameign og fylgir þvottavél og þurrkari húsnæðinu. Þrif á sameign skiptist á milli leigutaka herbergja, sem jafnframt eru í sama húsi, og leigutaka íbúðar. Rafmagn, hiti og netsamband er innifalið í leiguupphæð íbúðanna.

Hvanneyrargata 6 og 8, Túngata 22
Tvær 2ja herb. íbúðir í hverju húsi. Flísalögð forstofa en að öðru leyti er dúkur á gólfum. Stofa og svefnherbergi eru áþekk að stærð þannig að einstaklingar geta leigt saman íbúð. Baðherbergi með baðkari og sturtu og litlum skápum. Pláss fyrir uppþvottavél í eldhúsi. Bakinngangur er í íbúðina í gegnum þvottahús. Geymslusvæði á háalofti. Rennur fyrir vegghengda hluti. Netsamband er innifalið í leiguupphæð íbúðanna.

 

Yfirlit yfir húsnæði á vegum Nemendagarða

Einstaklingsherbergi
Á vegum Nemendagarða eru 10 einstaklingsherbergi með sameiginlegu rými. Herbergin eru í Árgarði (Hvanneyrargata 2) og Hégarði (Hvanneyrargata 4).
Íbúðir við Skólaflöt
Í fjölbýlishúsum við Skólaflöt eru: 20 tveggja herbergja íbúðir og 20 þriggja herbergja íbúðir. Þrjár þriggja herbergja íbuðanna eru þakíbúðir. Íhúsunum eru einnig 16 fjögurra herbergja íbúðir. Af þeim eru  4 þakíbúðir.
Þriggja íbúða hús
Í Hvanneyrargötu 6 eru tvær tveggja herb.íbúðir og ein þriggja herbergja. Hið sama gildir um Hvanneyrargötu 8 og Túngötu 22. Þessi hús eru öll nákvæmlega eins.