Yfirlýsing háskólaráðs vegna rektorsráðningarÁ fundi háskólaráðs þann 11. júlí var samþykkt eftirfarandi bókun:

 

Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur móttekið niðurstöður valnefndar vegna ráðningar rektors að skólanum. Niðurstaða ráðsins var sú að velja einungis einn umsækjanda til frekara viðtals, Hermund Sigmundsson og taldi ráðið hann hæfan til starfans. Í nánari viðræðum við umsækjandann kom í ljós að hann gat ekki komið til starfa innan viðunandi tímamarka að mati ráðsins. Háskólaráð hefur í framhaldi af því ákveðið að auglýsa starfið að nýju, en jafnfram leita leiða í samráði við menntamálaráðherra að manna stöðu rektors tímabundið með settum rektor, en núverandi rektor, Björn Þorsteinsson hefur þegar óskað eftir lausn frá starfinu af persónulegum ástæðum.

 

f.h. háskólaráðs Landbúnaðarháskóla Íslands

Björn Þorsteinsson