Erfðaauðlindir Íslands

Samstarfsvettvangur um varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði

Í nýútkomnu Tímariti Bændablaðsins er viðtal við Birnu Kristínu Baldursdóttur lektor við LbhÍ, þar sem fjallað er um Erfðalindasetur Landbúnaðarháskóla Íslands. Erfðalindasetrið er samstarfsvettvangur fyrir þá aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði. Birna er umsjónamaður setursins sem hefur aðsetur við Landbúnaðarháskólann. Undir setrinu er Erfðanefnd Landbúnaðarins sem nýtir þjónustu þess.  Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. 

„Íslendingar eru aðilar að samningi Sameinuðu þjóðanna um lífræðilega fjölbreytni og hafa þvi skuldbundið sig til að vernda og viðhalda erfðaauðlindum sínum, bæði villtum og ræktuðum tegundum. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur verið falin ábyrgð á ræktarplöntum og húsdýrum, þar með talið fiski í ám og vötnum, og starfar hún í umboði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins" segir í viðtalinu. Birna segir að búfé og plöntur hafi fylgt manninum í um 10.000 ár, eða frá þeim tíma sem hann hóf að stunda akuryrkju og búfjárrækt. Búfé og plöntur ræktaði maðurinn i margvíslegum tilgangi með mismunandi áherslum eftir landsvæðum, hagsmunum og í félagslegum tilgangi. Í dag byggir landbúnaður á heimsvísu á nýtingu tiltölulega fárra plöntu- og dýrategunda og kröfur um hagræðingu í landbúnaðarframleislu á undanförnum árum hefur leitt til líffræðilegrar einsleitni í landbúnaði. Viðtalið má nálgast í heild sinni hér.  

Ný heimasíða og auglýst eftir umsóknum um styrki

Ný og uppfærð heimasíða Erfðalindasetur er komin upp og er að finna á agrogen.is þar má nálgast allar nálgast allar nánari upplýsingar um setrið. Þar er auglýst eftir umsóknum um styrki til einstakra afmarkaðra verkefna sem falla að því hlutverki að varðveita og stuðla að sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Vísað er til stefnumörkunaráætlunar erfðanefndar varðandi nánari áherslur nefndarinnar sem finna má á heimasíðu. Nánari upplýsingar hér. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is