Laus störf - Lektor í landslagsarkitektúr, skipulagsfræði eða skyldum greinum

Laust er til umsóknar 100% starf lektors í landslagsarkitektúr, skipulagsfræði eða skyldum greinum við Landbúnaðarháskóla Íslands en viðfangsefni skólans er náttúra Íslands - nýting, viðhald og verndun. English below.

Starfsskyldur:

Rannsóknir, kennsla og stjórnun 

 • Byggja upp rannsóknir, afla rannsóknastyrkja og taka þátt í alþjóðlegu og innlendu rannsóknasamstarfi.
 • Kennsla á grunn- og framhaldsstigi og leiðbeining nemenda í rannsóknaverkefnum; lektor hefur tækifæri til að þróa eigin námskeið.
 • Taka virkan þátt í störfum deildar eftir því sem þörf krefur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Doktorsgráða í landslagsarkitektúr, skipulagsfræði, arkitektúr, borgarhönnun eða skyldum greinum
 • Haldgóð starfsreynsla á viðkomandi fræðasviði
 • Reynsla af rannsóknum og birtingumrannsóknaniðurstaðna skýr framtíðarsýn varðandi rannsóknir
 • Reynsla af kennslu og vilji til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar
 • Reynsla af öflun rannsóknastyrkja
 • Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
 • Íslenskukunnátta er æskileg

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf á árinu 2020

Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum LbhÍ er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu ef umsækjandi uppfyllir viðkomandi hæfnisviðmið.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 20. september 2012. 

Meginstarfsstöðvar LbhÍ eru þrjár: að Hvanneyri í Borgarfirði, Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi. Kennsla sú sem fellur undir umrætt starf fer fram að Hvanneyri og/eða Keldnaholti. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 

Frekari upplýsingar 

Vinsamlegast hafið samband við Kristínu Pétursdóttur, brautarstjóra umhverfisskipulags í síma +433 5000 eða með tölvupósti (kristinp@lbhi.is)

Umsóknarfrestur er til 20. október 2019

Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands á netfangið starf@lbhi.is. Umsókn skal fylgja greinagott yfirlit yfir námsferil og störf, ritaskrá, verkefnayfirlit, sem og skýrsla um vísindastörf eða önnur sambærileg störf. Þá skulu fylgja staðfestingar á pófgráðum og kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um samskiptahæfni umsækjanda, rannsóknaráherslur og hugmyndir um kennsluaðferðir/þróun þekkingarmiðlunar á sviðinu.
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

----

Assistant Professor (tenure-track) in Landscape Architecture, Planning Science or related fields at the Agricultural University of Iceland (AUI)

The Agricultural University of Iceland seeks applicants to fill a full time tenure-track position as an Assistant Professor in landscape architecture, planning or related fields.

Expectations

The Assistant Professor is expected to:

 • Establish internationally recognized reserch in his/her field of experties, secure Research funding and participate in domestic and international research projects.
 • Teach established undergraduate and graduate courses, supervise graduate students and, if relevant, develop his/her own undergraduate and graduate courses.
 • Participate in the faculty‘s administrative work as relevant. Requirements:
 • PhD in landscape architecture, architecture, planning science, urban planning or similar fields.
 • Solid research experience, track record of publishing own research in acknowledged forum and a clear vision of future research
 • Experience with teaching and/or knowledge transfer and the will and ability to develop new approaches in this regard.
 • Experience in securing research funds, individually or in collaboration with others
 • Excellent collaboration and communication skills.

Work will commence in 2020 as agreed between the appointee and the university. Evaluation of the application and academic merits will be in accordance with the Act on Public Universities No. 85/2008 and regulations on recruitment and promotion of academic staff at the Agricultural University of Iceland from September 20th, 2012. The Rector is permitted to grant a promotion to the position of Associate or Full Professor immediately following a new recruitment, should the appointee fulfil required qualifications. Salary is in accordance with the current collective wage and salary agreement between the relevant union, and the Minister of Finance. Rights and obligations otherwise follow the Act 70/1996 on the Rights and Obligations of Civil Servants.

The Agricultural University has three main sites of operation: Hvanneyri, Reykjavik and Reykir. Teaching obligations for the current position will be carried out at Hvanneyri and/or Reykjavik.

For further information

Contact Kristín Pétursdóttir, Head of Landscape Planning and Architecture (telephone +354-433-5000; kristinp@lbhi.is).

The deadline for applications is October 20th, 2019

Applications should be sent to the AUI, preferably in electronic format to starf@lbhi.is. The application shall include certificates attesting to education and work experience, a list of publications, a summary of previous working experience (scholarly and other) and a letter of introduction, stating research interests and future ideas regarding teaching and knowledge transfer in the field of environmental sciences. The Agricultural University of Iceland reserves the right to reject all applications. All applications will be answered once a decision has been made.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is