Málþing um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna fer fram 1. febrúar nk

Erfðanefnd landbúnaðarins efnir til málþings um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna fimmtudaginn 1. febrúar 2018, kl. 13:00 – 16:30.

Aðalfyrirlesari verður Dr. Kevin Glover (Hafrannsóknastofnunin í Noregi; Háskólinn í Bergen) sem er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á sviði erfðablöndunar eldislax og náttúrulegs lax og vöktunar á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis. Mun hann fjalla um stöðu þekkingar á erfðablöndun, umfangi og áhrifum. Dr. Fletcher Warren-Myers (Háskólinn í Melbourne, Ástralíu) mun fjalla um rannsóknir sínar á notkun stöðugra samsæta til merkingar á eldislöxum svo rekja megi strokulaxa úr eldi til framleiðenda. Leó Alexander Guðmundsson (Hafrannsóknastofnun) mun fjalla um rannsókn á erfðablöndun á Vestfjörðum og Dr. Ragnar Jóhannsson (Hafrannsóknastofnun) um áhættumat á erfðablöndun og vöktun áhrifa eldis á náttúrulega laxastofna. Fyrirlestrar erlendu gestanna verða á ensku. Málþingið fer fram í Fróða, fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík.

Dagskrá
13:00 Setning - Emma Eyþórsdóttir formaður erfðanefndar landbúnaðarins

13:05 Genetic interaction between farmed and wild salmon: what do we know, and what don’t we know? (Erfðafræðileg áhrif eldislaxa á villta laxa: hvað vitum við og hvað vitum við ekki?)
Dr. Kevin Glover prófessor í erfðafræði við Sea Lice rannsóknarstofnun Háskólans í Bergen og rannsóknarstjóri við Hafrannsóknastofnunina í Noregi.

13:55 Using stable isotope marking to enable tracing of salmon escapees back to point of origin (Notkun stöðugra samsæta til merkinga svo greina megi uppruna strokulaxa)
Dr. Fletcher Warren-Myers sérfræðingur við Háskólann í Melbourne, Ástralíu

14:40 Kaffihlé í Tjarnarsal

15:05 Erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax á Vestfjörðum
Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun

15:35 Vöktun á áhrifum laxeldis á villta stofna
Dr. Ragnar Jóhannsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun

16:00 Pallborðsumræður

16:30 Málþingi lýkur

Fundarstjóri: Emma Eyþórsdóttir, formaður erfðanefndar landbúnaðarins

Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is