Mannauðs- og gæðastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands

Laust er til umsóknar starf mannauðs- og gæðastjóra við Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið starfsins er að stuðla að skilvirkri stjórnun, velferð og árangri mannauðs, sem og stöðugu umbótastarfi og skilvirku gæðakerfi.

Meðal helstu verkefna eru:

 • Utanumhald um mannauðsmál, þar með talið ráðningar, framgangsmat, frammistöðumat, starfsmannasamtöl og fræðslumál
 • Stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk
 • Gæða- og umbótastarf og umsjón með gæðaúttektum
 • Utanumhald um reglur og verkferla Þátttaka í stjórnun, stefnumótun og innleiðingu breytinga og eftirfylgni með framkvæmd stefnu skólans 

 

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum
 • Reynsla af gæðamálum, verklagi, ferlum og umbótastarfi
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku
 • Skipulagshæfileikar og áræðni
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Framúrskarandi miðlunar- og samskiptahæfileikar

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í byrjun árs 2020. Starfsstöðvar skólans eru á Hvanneyri í Borgarfirði, Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Þórönnu Jónsdóttur, í síma 617-9590 eða með tölvupósti (thoranna@lbhi.is)

Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2019.

Sækja um starfið hér

Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is