Meistaravörn: Skarphéðinn G. Þórisson

Föstudaginn 8. júní næstkomandi ver Skarphéðinn G. Þórisson meistararitgerð sína í náttúru- og umhverfisfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Stofnvistfræði og lýðfræði hreindýra á hásléttu Austurlands 1940-2015. Samanburður á tveimur hjörðum“ [Population dynamics and demography of reindeer (Rangifer tarandus L.) on the East Iceland highland plateau 1940–2015. A comparative study of two herds].
Meistaranámsnefndin er skipuð af próf. Tomas Willebrand, Høgskolen i innlandet, Noregi, og Dr. Auði Magnúsdóttur, f.v. deildarforseta við Landbúnaðarháskóla Íslands. Prófdómari er dr. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Athöfnin fer fram í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík, Árleyni 22, Keldnaholti, fyrirlestrasal á 3. hæð og hefst kl 14.00. Allir velkomnir!

Ágrip
Árið 1787 voru 35 tamin hreindýr flutt til Vopnafjarðar frá Noregi. Þeim fjölgaði og dreifðust víða á 19. öld en 1939 voru fá eftir. Þá fjölgaði þeim og dreifðust um allt Austurland. Stærsta hjörðin er Snæfellshjörð sem á 7. áratug síðustu aldar skiptist í Norðurheiðahjörð og Fljótsdalshjörð. Lítill samgangur er á milli hjarðanna. Megin tilgangur verkefnisins var að skoða stöðu hreindýra á Íslandi, meta framtíðaraðstæður og bera saman stofnvistfræði og lýðfræði hjarðanna. Stuðst var við hreindýratalningar, gögn úr veiðinni og staðsetningar senditæka sem átta kýr báru 2009-2011. Með staðsetningartækjunum fengust m.a. upplýsingar um heimasvæði þeirra, ferðahegðun og nýtingu gróðurlenda. Fallþungi lambhrúta á sömu svæðum var borinn saman við fallþunga hreindýranna. Þó svo að atgervi dýranna hafi verið gott í báðum hjörðum virtust Norðurheiðadýrin fremri á nokkrum sviðum. Reynt var að finna og skýra ástæður þess. Hjarðirnar tvær voru einnig bornar saman við hjarðir í Noregi. Áberandi var að hreindýrin íslensku hlupu töluvert minna á sumrin en þau norsku. Ástæðu þess má að öllum líkindu rekja til fjarveru brimsu- og moskítóflugna á Íslandi. Samkeppni um fæðu og truflanir af mannavöldum var talið hafa áhrif á hagagöngu hjarðanna.  Staða hreindýra á Íslandi er talin góð en framtíðin er óviss í ljósi loftslagsbreytinga og aukinna athafna mannsins á Austurlandi. Vonast er til að niðurstöðurnar gagnist til að tryggja sjálbæran, gjörvilegan og skynsamlega nýttan dýrastofn í framtíðinni.

Abstract
In 1787, 35 domestic reindeer (Rangifer tarandus) were introduced to northeast Iceland from Norway and have since roamed wild. They increased in number and dispersed in the 19th century but in 1939 only few persisted in East Iceland. Thereafter the number of the animals increased and dispersed all over East Iceland. The herd, Snæfellsherd, broke up into two herds in two separate areas corresponding to two hunting management areas 1 and 2, in the sixties, with limited immigration between the herds. The main aim of this thesis was to assess the status of Icelandic reindeer, evaluate their probability of persistence in the future and compare the two herds with regards to population dynamics and demography. Information was compiled from reindeer counts, data collected from hunters and data from GPS-collared reindeer. GPS  positions from three females in area 1 and five in area 2 in 2009–2011 were used to define home ranges, analyse movements and utilization of different habitats. Carcass weight of ram lambs and reindeer grazing in the same areas were compared. While the physical conditions were good in both areas, the ones in area 1 seemed to be better in some aspects. The reason for this was analysed. Some demographical factors of Snæfellsherd were compared with reindeer herds in Norway. The Icelandic reindeer travelled less in summer than the Norwegian, most likely related to the absence of warble flies and mosquitoes in Iceland. Both herds showed changes in summer distribution that are thought to reflect grazing competition and anthropogenic disturbance.  Currently the status of reindeer in Iceland is good but the future is uncertain in a changing world both climatically and with increased human activity in East Iceland. The results of this study will hopefully help guide sustainable management of the populations in the future.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is