Metfjöldi nemenda skráður í Land­græðslu­skóla Há­skóla Sam­einuðu þjóðanna

Morgunblaðið heimsótti Landgræðsluskólann sem starfræktur er í samstarfi við Lbhí og staðsettur á starfstöð skólans á Keldnaholti.

Alls er nú 21 nem­andi skráður í Land­græðslu­skóla Há­skóla Sam­einuðu þjóðanna sem hófst fyr­ir skömmu, en um er að ræða ár­legt sex mánaða nám­skeið. Aldrei fyrr hafa jafn marg­ir nem­end­ur verið skráðir á nám­skeiðið.

„Við erum að hefja núna ár­legt sex mánaða nám í land­græðslu og sjálf­bærri land­nýt­ingu og erum við núna í ár með okk­ar stærsta hóp til þessa,“ seg­ir Haf­dís Hanna Ægis­dótt­ir, for­stöðumaður Land­græðslu­skóla Há­skóla Sam­einuðu þjóðanna, í sam­tali við Morg­un­blaðið og bæt­ir við að hóp­ur­inn sé frá alls tíu ríkj­um í Afr­íku og Mið-Asíu. Er um að ræða nem­end­ur frá Gana, Níg­er, Eþíóp­íu, Mala­ví, Úganda, Lesótó, Mong­ól­íu, Kirg­ist­an, Tadsikist­an og Úsbekist­an, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Aðspurð seg­ir Haf­dís Hanna að öll þessi ríki hafi sent nem­end­ur hingað til lands áður, en þetta sé þó í annað skipti sem nem­andi frá Tadsikist­an sæk­ir Ísland heim í þess­um til­gangi.

Nánar í morgunblaðinu og mbl.is eða hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is