Nýr bústjóri tekur við á Hesti

Á dögunum tók Logi Sigurðsson við bústjórn á Hesti. Logi er kunnugur staðháttum og er búsettur í næsta nágrenni eða í Steinahlíð í Lundarreykjadal og sleit barnskónum í Borgarfirði. Hann kláraði búfræðinám við LbhÍ og stundar nám í búvísindum þar núna. Hann er spenntur að takast á við starfið og hefur mikinn áhuga á sauðfjárrækt sem málefnum henni tengdu. Logi mun sjá um búið og daglegan rekstur ásamt því að vinna með öðrum sérfræðingum LbhÍ að skipulagningu og framkvæmd tilrauna í sauðfjárrækt ásamt undirbúningi og aðstoð við verklega kennslu. 

Hestur er tilrauna- og kennslubú í sauðfjárrækt og tilgangur búsins er að skapa aðstöðu fyrir rannsóknir og kennslu í búgreininni hjá LbhÍ. Hestur er staðsettur í 5 mínútna fjarlægð frá Hvanneyri og er fjárfjöldi um 650 vetrarfóðraðar kindur.

Við bjóðum Loga velkomin til starfa. Á myndinni má sjá þegar Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor skoðar fjárhúsin með honum nýverið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is