Nýsköpunarverkefni unnin við umhverfisskipulagsbraut

Við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ var unnið nýsköpunarverkefni sl. sumar í tengslum við Norrænt verkefni um sjálfbærni og samkeppnishæfni bæja. Verkefnið var unnið af Ásu Katrínu Bjarnadóttur og Rebekku Guðmundsdóttur.

Verkefni Rebekku fólst í greiningu og endurhönnun á miðsvæði Akraness. Í því felast tækifæri sem geta styrkt innviði bæjarins og möguleika til vistvænna spora sem síðar getur aukið samkeppnishæfni bæjarins. Greiningar leiddu til tillögu að bættu vistvænu skipulagi á miðsvæði Akraness þar sem aðal áherslan var að hanna vistvænar lausnir til umhverfisvænnar endurnýjunar. Lausnirnar koma fram í teikningum af svæðinu og skýringarmyndum sem sýna möguleg tækifæri. Með lagningu samfelldra göngu- og hjólastíga er ekki aðeins verið að auka öryggi heldur er verið að stíga vistvæn spor til framtíðar. Spor sem eru gríðarlega mikilvæg til að bærinn geti tekist á við framtíðina og skilað umhverfinu í betra ásigkomulagi en hann tók við því.

Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að gífurleg tækifæri liggja á Akranesi til þess að verða umhverfisvænni, sjálfbærari og samkeppnishæfari. Í gegnum Landsskipulagsstefnu, heims markmið Sameinuðu þjóðanna og Parísar- samkomulagið hefur Ísland sem samfélag skuldbundið sig til að axla ábyrgð. Þar þurfa allir að taka þátt. Þessir þættir voru mikilvægt leiðarljós við gerðverkefnis og leiddu sýnina.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is