opið fyrir umsóknir um nám skólaárið 2019-2020 til 5.júní

Opið er fyrir umsóknir um nám hjá okkur til og með 5. júní nk. 

Við bjóðum uppá fjölmarga námsmöguleika í litlum og persónulegum skóla. Sérstaða skólans er nám við kjöraðstæður þar sem hver einstaklingur skiptir máli og allir þekkjast vel. Aðgengi að kennurum og stoðþjónustu er gott og eru allir boðnir og búnir til þess að aðstoða nemendur eftir fremsta megni. Skólaárinu er skipt niður í fjórar annir sem eru 7 vikur hver, tvær annir að hausti og tvær að vori. Eftir hverja kennsluönn eru haldin próf.

Kynnið ykkur námið og skólann á www.umsoknir.lbhi.is

Nám á starfsmenntastigi
Blómaskreytingar, búfræði, garðyrkjuframleiðsla, plöntuuppeldi, lífræn ræktun, ylrækt, skógtækni og skrúðgarðyrkja.

Grunnnám til Bs prófs
Búvísindi, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði, umhverfisskipulag.

Meistaranám
Skipulagsfræði, einstaklingsmiðað rannsóknarnám til meistara- og doktorsprófs á öllum grunnnámsbrautum.

Skólinn er starfræktur á Reykjum við Hveragerði, Hvanneyri í Borgarfirði og Keldnaholti í Reykjavík. Hægt er að stunda allt nám í staðar- eða fjarnámi ásamt því að hafa möguleika á skiptinámi og alþjóðlegu samstarfi. Boðið er uppá endurmenntunardeild með fjölda styttri eða lengri námskeiða.
 

Dagsetning: 
miðvikudagur 5. júní 2019
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is