Skólabyggingar opna eftir lokanir vegna Covid-19

Aflétting á lokunum framhalds og háskólum verður næstkomandi mánudag, 4.maí. Enn eru þó við lýði fjarlægðartakmörk og krafa um hreinlæti sem og fjöldatakmarkanir í rýmum. Mötuneyti verða þó enn lokuð á Keldaholti og Reykjum stefnt er að opnun mötuneytis á Hvanneyri og verður það nánar auglýst síðar. 

Starfsmönnum og nemendum sem tök hafa á að vinna heima eru hvött til að halda því áfram eins og kostur er. 

Við áréttum við alla að virða tveggja metra regluna, stunda reglulegan handþvott og nota handspritt þess á milli og gæti að útbreiðslu smits. Nánari upplýsingar eru að finna á covid.is

Dagsetning: 
mánudagur 4. maí 2020
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is