Styrkir og endurmenntun

Bændur
Starfsmenntasjóður Bændasamtaka Íslands er opin fyrir umsóknum um stuðning við námskeiðsgjöld. Markmið starfsmenntasjóðs er að efla frumkvæði bænda til að afla sér endur- og starfsmenntunar í þeim tilgangi að styrkja færni sína í að takast á við flóknari viðföng í búrekstri. Bændur eru hvattir til þess að kynna sér reglur sjóðsins – skipulag hans, fyrirkomulag styrkveitinga og hvernig háttað er rétti til framlaga vegna starfs- og endurmenntunar. Nánar hér

Framhaldsskólakennarar
Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara
Málefni framhaldsskólakennara eru nú komin inn hjá Rannís, sjá nánar hér:
http://www.rannis.is/sjodir/endurmenntun-framhaldsskolakennara/

Styrkir úr starfsmenntasjóðum VR
Félagsmenn VR geta sótt um fræðslustyrk í starfsmenntasjóði sem stofnaðir voru á grundvelli kjarasamninga VR og vinnuveitenda árið 2000. Markmið þeirra er að auka hæfni og menntun verslunar- og skrifstofufólks og stuðla að auknu framboði af námi og námsefni.

Veittur er starfsmenntastyrkur eftir stigaeign, en þó aldrei meira en sem nemur helmingi af námskeiðsgjaldi. Undantekning frá meginreglu sjóðsins er að veittur er 75% styrkur vegna náms sem kennt er skv. námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem metið er til styttingar á námi í framhaldsskóla. Þeir félagsmenn, sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, geta fengið styrk allt að 75% af kostnaði sem þeir bera við íslenskunám fyrir útlendinga.

Hvernig styrkir eru veittir?
Einnig eru veittir styrkir fyrir tómstundanámskeið eftir stigaeign, að hámarki kr. 30.000 á ári, og ferðastyrkir vegna starfsnáms innan- eða utanlands ef það er ekki í boði í heimabyggð.

Sjá nánar hér: http://www.vr.is/styrkir/fraedslustyrkur/

Starfsmenntunarsjóður BHM
STRIB

Markmið Starfsmenntunarsjóðs Bandalags háskólamanna er að tryggja fjárhagslegan grundvöll símenntunar og endurhæfingarnáms félagsmanna BHM. Flestir félagsmenn BHM hafa rétt til að sækja um í Starfsmenntunarsjóð BHM eða STRIB eins og sjóðurinn er oft kallaður. Til þess að eiga rétt til styrks úr sjóðnum þurfa greiðslur frá vinnuveitanda með sjóðsaðild að hafa borist í sjóðinn í a.m.k. eitt ár samfellt og félagsmaður má ekki hafa hlotið hámarksfyrirgreiðslu sl. 2 ár. Réttindi safnast ekki fyrir í sjóðnum og það að hafa aldrei sótt um kemur sjóðfélaga ekki til góða nema ef sjóðurinn er rýr en þá njóta þeir forgangs sem aldrei hafa fengið úthlutað áður.

Hámarksstyrkur er kr. 60.000, fyrir verkefni sem hefjast 1. janúar 2007 eða síðar. En hækka um 25% úr 60.000 í 75.000 fyrir verkefni sem hefjast frá 1. janúar 2009. Frá og með 1. janúar 2010 hækkar styrkurinn upp í 100.000 yfir tveggja ára tímabil, talilð frá fyrstu greiðslu eða um 33,3% fyrir verkefni sem hefjast frá og með 1. janúar 2010 eða síðar.

Hvað er endurgreitt?
Umsækjendur geta fengið styrk vegna ferða á ráðstefnur og námskeið. Sjóðfélagar geta fengið styrk vegna útlagðs, ferðakostnaðar (flugfargjalda eða aksturskostnaðar), hótel- og gistikostnaðar, námskeiðs- og ráðstefnugjaldakostnaðar. Sama á við um símakostnað vegna fjarnáms þó ekki meira en 5.000 kr. á önn. Ekki er veittur styrkur fyrir þeim hluta kostnaðar sem greiddur er með vildarpunktum eða annars konar viðskiptavild.
Hvorki launatap né fæðiskostnaður eru bætt úr sjóðnum.
Verkefni sem tengjast ekki beint námi eða fagsviði þarf að taka sérstaklega fyrir á fundi stjórnar sjóðsins.

Almenn tölvu- og tungumálanám eru þó almennt styrkt þó að námið tengist ekki beinlínis starfi eða fyrri menntun umsækjanda.

Einnig hafa námskeið í framkomu og tjáningu verið samþykkt ef þau eru haldin af fagaðilum. Sjálfstyrkingarnámskeið hafa verið styrkt af sjóðnum en þó aðeins að námskeiðin séu haldin af viðurkenndum fagaðilum. Af styrkhæfum námskeiðum má nefna námskeið haldin af sálfræðingum og geðhjúkrunarfræðingum.

Styrkbeiðnum vegna föndurnámskeiða af ýmsum toga, ökunámskeiðum og öðrum námskeiðum er gjarnan hafa verið flokkuð sem tómstundanámskeið er yfirleitt hafnað.
Sjá nánari hér: http://www.bhm.is/sjodir/starfsmenntunarsjodur/

Starfsþróunarsetur Háskólamanna (STH) - http://www.bhm.is/starfsthroun/
Starfsþróunarsetur háskólamanna tók til starfa í janúar 2012 á grundvelli samþykkta í kjarasamningum við ríkið. Tilgangur þess er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna BHM sem starfa hjá ríkinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Setrinu er ætlað að hvetja stofnanir til að styðja starfsmenn til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, bæta við og/eða endurnýja menntun sína og veita þeim tækifæri til að þróa faglega hæfni og viðhalda þannig verðgildi sínu á vinnumarkaði.

Rétt til að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs hafa stofnanir, aðildarfélög BHM sem eiga aðild að setrinu, félagsmenn sem greidd eru iðgjöld fyrir til setursins og samningsaðilar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is