Tölvuþjónusta

Þráðlausar tengingar á háskólasvæðinu

Nemendur og starfsfólk hafa aðgang að þráðlausu neti. Til að tengjast þráðlausa netinu LBHI þarf aðgangslykil hjá starfsfólki tölvumála. Nemendagarðar, Hvanneyri: Á nemendagörðum er a.m.k. ein nettenging í hverri íbúð. Nemendur geta tengst beint með leiðslu.

EDUROAM

EDUROAM er kerfi samtengdra auðkenningarþjóna hjá rannsókna- og háskólanetum víðsvegar í heiminum. Með tengingu við Eduroam, geta notendur háskóla og rannsóknastofnana tengst netum annara Eduroam tengdra aðila víðs vegar um heiminn. Þannig getur starfsmaður eða nemandi LbhÍ farið með sína fartölvu t.d. til Háskóla Íslands og tengst þar eduroam, með því að slá inn notendanafn sitt hjá LbhÍ (nem.xxx@lbhi.is) og viðeigandi lykilorð.

Tölvupóstur

Hægt er að nálgast tölvupóstinn beint í gegnum vafrann (vefpóst) á slóðanum mail.lbhi.is/owa, eða í gegnum hin ýmsu tölvupóstforrit eins og Outlook. Tölvupósthólfinu er lokað þremur mánuðum eftir að námi lýkur.

Prentun, ljósritun og skönnun
Hvanneyri
A3/A4 fjölnota véla er staðsett á annarri hæð í Ásgarði. Hægt er að prenta, skanna og ljósrita.
Á þriðju hæð við vinnusal UMSK er A4 litaprentari og í kjallara fyrir framan tölvuver er A4 svart hvítur prentari. Plotter er í kjallara fyrir framan tölvuver.

Reykjavík/Keldnaholt
Fjölnotavél er á annarri hæð fyrir framan starfsaðstöðu tölvufólks.

Prentkostnaður
T
il útprentunar þarf kvóta og er hægt að kaupa hann í móttöku á Hvanneyri og hjá starfsfólki tölvumála á Keldnaholti.Þegar keyptur er prentkvóti í fyrsta sinn fær nemandi afhent aðgangskort gegn skilagjaldi. Tapist kort fæst nýtt gegn greiðslu skilagjalds.
 

Heimasvæði

Nemendur hafa aðgang að sameiginlegu drifi með kennurum, sem er ætlað undir gögn sem þeir vilja deila með öðrum. Ekki er ætlast til að nemendur visti gögn annars staðar en í þeirri möppu sem umsjónamenn tölvumála hafa útbúið fyrir þá eða í möppu sem hefur verið útbúin af kennara.

Forrit

Nemendur geta fengið uppsett Microstation og SAS hjá starfsfólki tölvumála án kostnaðar. Sjá nánar um Microstation hugbúnaðarleyfi og hugbúnað  á vef Microstation.

Nánari upplýsingar um tölvuþjónustu er að finna á kennsluvef http://ugla.lbhi.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is