Tveir meistaranemar í skipulagsfræði hljóta styrki

Tveir meistaranemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands hljóta styrki frá Byggðastofnunar til að vinna að lokaverkefnum sínum á sviði byggðamála. Heildarupphæð styrkjanna er ein milljón króna og skiptist á milli þriggja umsækjenda. Viðfangsefnin snúast um hvernig byggja megi upp miðbæjarkjarna í þéttbýli, stöðu þorpa gagnvart stærri byggðakjörnum innan sama sveitarfélags og að kanna hvernig byggingar sem hýst hafa atvinnustarfsemi en gera ekki lengur geta nýst og eru nýttar í dag.

Atli Steinn Sveinbjörnsson meistaranemi í skipulagsfræði fékk styrk fyrir verkefnið Greining á möguleikum í miðbæjaruppbyggingu á Húsavík og samanburður við byggðakjarna af svipaðri stærð. Atli Steinn mun skoða þætti í smærri byggðarkjörnum sem nota má við uppbyggingu miðbæjarkjarna byggðarkjarna sem telja 1000-3000 manns. Gerð verður tillaga að uppbyggingu miðbæjarkjarna á Húsavík. 

Vigfús Þór Hróbjartsson, meistaranemi í skipulagsfræði fékk styrk fyrir verkefni Þriðja þéttbýlið – sérstaða Stokkseyrar innan sveitarfélagsins Árborgar. Vigfús Þór mun skoða möguleika smárra þorpa gagnvart öflugri þéttbýliskjörnum innan sama sveitarfélags. Aðferð rannsóknarinnar og niðurstöður má síðan heimfæra að hluta eða að öllu leyti á sambærilega þéttbýlisstaði. Skoða á styrkleika Stokkseyrar umfram hina tvo þéttbýlisstaðina í Árborg, Selfoss og Eyrarbakka.

Nánar á byggdastofnun.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is