Umhverfisráðherra opnar gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl

Síðasta vetrardag, þann 24. apríl var formleg opnun á fyrsta áfanga gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl. Gestastofan er staðsett í húsakynnum Landbúnaðarsafns Íslands og hefur Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands og námsbrautarstjóri við LbhÍ staðið að stofnun hennar ásamt öðrum. Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson opnaði fyrsta hluta hennar formlega og staðfesti með undirskrift sinni verndaráætlun fyrir Ramsarsvæðið í Andakíl.

Í þessum fyrsta áfanga eru lögð drög að fræðslusýningu um friðlandið og þýðingu þess með upplýsingaspjöldum og myndrænu efni fyrir gesti og gangandi í hlöðu Halldórsfjóss á Hvanneyri. Lögð voru drög að næsta áfanga með undirskrift ráðningar við Brynju Davíðsdóttur um ráðgjöf við næstu skref uppbyggingar gestastofunnar.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is