Viskukýrin haldin í 15. sinn

Viskukýrin 2019, hin árlega spurningakeppni á vegum nemendafélagsins fór fram í gær í XV skiptið. Spyrill var að vanda Logi Bergmann og fóru fram spennandi og skemmtilegar viðureignir.

Sigurvegarar kvöldsins voru liðsmenn Hvannahússins, Þau Iðunn, Guðmundur og Ellert sem háðu mikla baráttu við lið starfsmanna skólans. Einnig tóku þátt lið nemenda í búfræði, umhverfisskipulagi, búvísindum og lið heimamanna frá Hvanneyri. Verðlaunin veitti Guðrún Bjarnadóttir sem er einn af upphafsmönnum keppninnar. 

Gott kvöld og margt um manninn sem endaði svo með balli á öldurhúsi staðarins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is