Garðyrkja

Garðyrkjuframleiðsla við
íslenskar aðstæður

Image

Frá og með hausti 2022 færist garðyrkjunám frá LbhÍ yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands. Umsækjendur um nám í Blómaskreytingar, Garð- og skógarplöntur, Lífræna ræktun matjurta, Ylræktun, Skóg og umhverfi og Skrúðgarðyrkju sækja um á vef FSu. Innritun í framhaldsskóla hefst 15. mars og stendur til 22. apríl fyrir nemendur sem eru fædd fyrir 2006. Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla innrita sig frá 25. apríl – 10. júní.

Þriggja ára nám á starfsmenntasviði, staðarnám og fjarnám. Kennt á Reykjum í Ölfusi.
Nám í garðyrkjuframleiðslu veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, áður en bóknám hefst.

Áherslur í námi

Image

Kennd eru undirstöðuatriði plöntuframleiðslu. Einnig er fjallað um markaðsmál, rekstur og rekstrarumhverfi greinarinnar sem og félagslega uppbyggingu hennar. 
Sérfög námsins hefjast á annarri önn en á þeirri fjórðu skiptist námið upp eftirfarandi brautir: 

Garð- og skógarplöntubraut

Nemendur læra allt um framleiðslu og uppeldi garð- og skógarplantna við íslenskar aðstæður. Auk grunngreina í plöntulífeðlisfræði, jarðvegs- og áburðafræði, læra nemendur um allar helstu tegundir garð- og skógarplantna í ræktun, auk matjurta og ávaxtatrjáa.

Að námi loknu

Garðyrkjufræðingar af þessari braut starfa í garð- og skógarplöntustöðvum við uppeldi og sölu plantna, hjá sveitarfélögum eða við margvísleg garðyrkjustörf.

Brautarstjóri er Ingólfur Guðnason  

Lífræn ræktun matjurta

Nemendur læra framleiðslu á matjurtum og afurðum þeirra eftir aðferðum lífrænnar ræktunar, bæði í gróðurhúsum og utanhúss. Nemendur læra um mismunandi ræktunarstefnur, jarðvegs- og skiptiræktun, býflugnarækt til hunangsframleiðslu, gæðamál og úrvinnslu afurða.

Að námi loknu

Stóraukin eftirspurn er eftir afurðum framleiddum með lífrænum aðferðum þannig að atvinnumöguleikar eru miklir að loknu námi.

Brautarstjóri er Ingólfur Guðnason

Ylræktarbraut

Nemendur læra um framleiðslu margvíslegra afurða í gróðurhúsum, svo sem matjurta, afskorinna blóma og pottaplantna. Auk grunngreina garðyrkjunáms er farið í loftslagsstýringu í gróðurhúsum, viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum, gæðamál og umhverfismál tengd faginu.

Að námi loknu

Framleiðsla matvæla í gróðurhúsum er ört vaxandi grein og mikil þörf fyrir vel menntað garðyrkjufólk.

Sjá myndband um ylrækt hér.
Brautarstjóri er Ingólfur Guðnason

Framhaldsnám

Image

Þegar bóklegu og verklegu námi lýkur hlýtur nemandi starfsheitið garðyrkjufræðingur. Hægt er að stunda frekara nám inna LbhÍ á sviði garðyrkju og hönnunar, t.a.m. í skógfræði eða í landslagsarkitektúr á háskólastigi.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image