Skógur og náttúra

Skógrækt og umönnun umhverfis

Image

Frá og með hausti 2022 færist garðyrkjunám frá LbhÍ yfir til Fjölbrautarskóla Suðurlands. Umsækjendur um nám í Blómaskreytingar, Garð- og skógarplöntur, Lífræna ræktun matjurta, Ylræktun, Skóg og umhverfi og Skrúðgarðyrkju sækja um á vef FSu. Innritun í framhaldsskóla hefst 15. mars og stendur til 22. apríl fyrir nemendur sem eru fædd fyrir 2006. Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla innrita sig frá 25. apríl – 10. júní.

Þriggja ára nám á starfsmenntasviði, staðarnám og fjarnám. Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktar- eða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám.

Kennt á Reykjum í Ölfusi.

Brautarstjóri er Björgvin Örn Eggertsson

Ósk um samþykki verknámsstaðar

Áherslur í námi

Image

Kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Einnig er fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.

Uppbygging námsins

Image

Nám á braut skógar og náttúru skiptist í bóklegt nám, 4 annir við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum Ölfusi og verklegt nám í alls 60 dagbókarskyldar vikur á verknámsstað sem skólinn viðurkennir, undir handleiðslu aðila með menntun á sviði garðyrkju og skógræktar. Dagbók er metin til einkunnar. Alls er námið 220 feiningar, 120 feiningar bóklegt og 100 feiningar verknám.

Að loknu námi

Image

Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er skóg- og trjárækt og verkstjórn á þeim sviðum. Jafnframt vinna þeir við margvísleg störf sem tengist uppgræðslu, landbótum, náttúruvernd, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli, ofl.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image