Hvanneyri
A3/A4 fjölnota véla er staðsett á 2 og 3 hæð í Ásgarði. Hægt er að prenta, skanna og ljósrita. Inni á vinnusal LARK á 3 hæð er plotter.
Reykjavík/Keldnaholt
Fjölnotavél er staðsett á 2 hæð fyrir framan starfsaðstöðu tölvufólks og á 3 hæð við bókasafn.
Á Reykjum er prentari staðsetur við skrifstofugang.
Prentkostnaður
Til útprentunar þarf kvóta og er hægt að kaupa hann í móttöku á Hvanneyri og hjá starfsfólki tölvumála á Keldnaholti og á Reykjum á bókasafni. Hvert A4 svart/hvítt blað kostar 16 kr en litur 32 kr. Hver A3 svart/hvítt blað kostar 32 kr en litur 50 kr. Skönnun á fjölnotavélum kostar 1 kr. Útprentun á plotter kostar 0,27 kr á fersentimeter miðað við 90g/pappír
Til að prenta úr er notast við aðgangskort sem fæst í móttökunni á Hvanneyri og hjá starfsfólki tölvumála á Keldnaholti.
Ath - prentskipun er ekki send á ákveðinn prentara, heldur er hún geymd miðlægt, prentskipunin er svo sótt á einhvern prentarann með því eigandinn ber LBHÍ aðgangskortið sitt upp að lesara.
Til að prentist út á fjölnotavélum þarf að bera kortið upp að lesaranum, velja „secure print“ , og síðan þarf að velja prentverk (eða select all) og ýta á print/delete hnappinn.
Hægt er að setja upp prentarana fyrir windows stýrikerfið, með eftirfarandi hætti:
Fara inná my computer eða search og slá þar inn \\130.208.81.25\ (ath. þetta eru öfug skástrik - AltGr+Ö) og ýta á enter. Þá kemur upp innsláttargluggi, þar er slegið er inn LBHÍ netfang og lykilorðið
Veljið síðan prentarann t.d. Print og hefst þá uppsetning á rekli og síðan ætti prentarinn að vera tilbúinn til notkun
Á sama hátt er valinn LBHIPlotter ef ætlunin er að setja upp plotterinn.
[Leiðbeiningar fyrir Makka | ]
Aðgangskort fyrir prentara
Þegar keyptur er prentkvóti í fyrsta sinn fær nemandi afhent aðgangskort gegn skilagjaldi . Tapist kort fæst nýtt gegn greiðslu skilagjalds.
Til að skoða eigin prentkvóta er farið inn á www.lbhi.is/prentun og á að skrá sig inn með netfangi og viðeigandi lykilorði.