Plöntusafn garðyrkjubrauta

1.
Nemar skili plöntusafni með 40 tegundum af villtum íslenskum plöntum, 20 tegundum af trjám og runnum og 20 tegundum af garðblómum (10 af sumarblómum og 10 af fjölærum jurtum).

2.
Leggja skal áherslu á að safna sem mestu af plöntunum sumarið áður en bóknám við skólann hefst.

3.
Söfnun plantna og frágangur plöntusafns tengist áfanganum Flóra Íslands sem er á 1. önn við skólann.  Skal síðan unnið að frágangi plöntusafns fram að skiladegi.  Nemandi telst ekki hafa staðist próf í Flóru Íslands nema plöntusafni hafi verið skilað á tilskyldum tíma.

4.
Plönturnar skal pressa, þurrka og líma hverja tegund fyrir sig upp á þunn stinn spjöld (karton 180g/ferm).  Stærð spjaldanna skal vera A4 og þau eiga að vera hvít.  Hverju spjaldi er komið fyrir í plastvasa sem er opinn að ofan.  Ekki skal plasta spjöldin í plöstunarvél því nauðsynlegt er fyrir kennara að geta tekið hvert spjald úr sínum plastvasa og sannreynt hvort viðkomandi planta sé rétt greind til tegundar.  

5.
Leggja skal áherslu á að safna plöntum á blómgunartíma og að hvert þurrkað eintak samanstandi af blöðum, stöngli og blómum eða aldinum.  Athugið að vanti einhvern plöntuhluta (t.d. stöngul, blóm/aldin eða blöð) kemur það til frádráttar við einkunnagjöf.  

6.
Ekki skal nota UHU lím eða slíkt lím þegar plönturnar eru límdar inn í safnið heldur er ágætt að nota stutta hvíta límmiða sem hægt er að kaupa í bókabúðum.  

7.
Mikilvægt er að plönturnar séu alveg þurrar þegar þær eru límdar á blöðin því annars mygla plönturnar og eyðileggjast.  

8.
Á sérstaka miða, sem fáanlegir verða í skólanum, skal rita latneskt og íslenskt ættarheiti hverrar plöntu, íslenskt heiti tegundarinnar, latneskt heiti, fundarstað (örnefni), gróðurlendi þar sem plantan fannst, dagsetningu fundar  og nafn finnanda (greinanda).  Miðinn skal festur neðst til hægri á spjöldin.

9.
Safninu skal skila þannig að í einni (til tveimur) möppu/-m séu villtar íslenskar plöntur, í einni möppu garðblóm og í einni tré og runnar.  Gera skal lista yfir tegundir í hverri möppu um sig í sömu röð og plöntunum er raðað inn.  Listana á að setja upp eins og lýst er hér á eftir.  Byrjað er á að raða niður ættum eftir stafrófsröð latneskra ættarheita.  Innan hverrar ættar er tegundum svo raðað niður eftir stafrófsröð latnesks heitis.  Íslenskt heiti hverrar tegundar og ættar á að koma fram í þessu efnisyfirliti.  

Dæmi:      

Aceraceae, Hlynsætt
Acer palmatum - Japanshlynur
Acer pseudoplatanus – Garðahlynur
Betulaceae, Bjarkarætt
Alnus incana - Gráelri
Betula nana – Fjalldrapi
Caprifoliaceae, Geitblaðsætt
Lonicera caerulea – Blátoppur
Sambucus racemosa ssp. pubens - Dúnyllir    

10.
Við einkunnagjöf er einkum tekið mið af því hvort tegundir séu rétt greindar, hversu vel plönturnar eru uppsettar og frágangi á safninu í heild.

11.
Plöntusafni skal skilað fullunnu fyrir lok október á 1. önn.

Plöntulisti – Tré og runnar

Aceraceae                    Hlynsætt
         Acer glabrum                     Gljáhlynur
         Acer platanoides                     Broddhlynur
         Acer pseudoplatanus            Garðahlynur

Berberidaceae                Mítursætt
     Berberis x ottawensis            Sunnubroddur
     Berberis thunbergii                     Sólbroddur

Betulaceae                Bjarkarætt
     Alnus incana                         Gráölur
     Betula nana                         Fjalldrapi
     Betula pubescens                    Ilmbjörk

Cornaceae                    Skollabersætt
     Cornus alba var. sibirica                 Mjallarhyrnir

Elaeagnaceae                Silfurblaðsætt
     Elaeagnus commutata                 Silfurblað
     Hippophae rhamnoides                 Hafþyrnir

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image