Brautskráning búfræðinga og háskóladeilda fór fram við hátíðlega athöfn í dag. Daði Már Kristófersson aðstoðarrektor stýrði athöfninni.

Brautskráning búfræðinga og háskólabrauta

 dag föstudaginn fjórða júní brautskráðust nemendur úr búfræði og háskóladeildum skólans við hátíðlega athöfn frá Hjálmakletti í Borgarnesi. Daði Már Kristófersson aðstoðarrektor stýrði athöfninni og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor flutti ávarp. Birna Kristín Ásbjarnardóttir spilaði ljúfa tóna fyrir athöfnina og fluttu þau Eva Margrét Jónudóttir og Jón Snorri Bergsson tónlistaratriði milli dagskrárliða.

Að loknu ávarpi rektors hófst brautskráning búfræðinga. Eyjólfur Kristinn Örnólfsson brautarstjóri veitti sínum nemendum skírteini og afhenti verðlaun fyrir frábæran árangur í námi. Búnaðarsamtök Vesturlands gefa verðlaun fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum og hlaut þau Ástrós Ýr Eggertsdóttir. Ástrós hlaut einnig verðlaun fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum og gefur Lífland þau verðlaun, fyrir frábæran árangur í lokaverkefni gefur Landbúnaðarháskólinn gjöf en þau hlaut Ástrós einnig sem og fyrir frábæran árangur á búfræðiprófi en þau verðlaun gefa Bændasamtök Íslands. Minningarsjóður Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur gefur verlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl og þau hlaut Ásgerður Inna Antonsdóttir sem og verðlaun frá Landsambandi Kúabænda fyrir frábæran árangur í nautgriparækt. Landssamtök Sauðfjárbænda veita verðlaun fyrir frábæran árangur í sauðfjárrækt og þau hlaut Eydís Ósk Jóhannesdóttir.

Birna Kristín Baldursdóttir, námsbrautarstjóri Búvísindabrautar brautskráði sína nemendur og veitti verðlaun. Fyrir góðan árangur á B.S. prófi í Buvísindum hlaut Swanhild Ylfa K R Leifsdóttir verðlaun frá Bændasamtökum Íslands. Þá kom Kristín Pétursdóttir námsbrautarstóri Landslagsarkitektúrs og veitti sínum nemendum skírteini og verðlaun. Fyrir Góðan árangur í skipulags og landslagsarkitektafögum hlaut Elísabet Bjarnadóttir verðlaun sem gefin eru af Skipulagsfræðingafélag Íslands en hún hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í plöntunotkun og gefur Yndisgróður þau verðlaun. Félag Íslenskra Landslagsarkitekta veitir verðlaun fyrir góður árangur á B.S. prófi í Landslagsarkitektúr og hlaut þau Nanna Vilborg Harðardóttir. Ragnhildur Helga Jónsdóttir námsbrautarstjóri Náttúru- og umhverfisbrautar brautskráði sina nemendur og veitti verðlaun fyrir góðan árangur á B.S prófi í Náttúru- og umhverfisfræði og hlaut þau Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir og er gefandi Hið íslenska náttúrufræðifélag. Páll Sigurðsson námsbrautarstjóri Skógfræðibrautar brautskráði sinn nemanda og veitti Björk Kristjánsdóttur verðlaun frá Skógræktinni fyrir góðan árangur á B.S prófi í Skógfræði. 

Landbúnaðarháskóli Íslands gefur verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á B.S. prófi og hlaut þau Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í Búvísindum með einkunnina 9,1. Fyrir bestan árangur á B.S. prófi við skólann hlaut Nanna Vilborg Harðardóttir úr Landslagsarkitektúr þau með einkunnina 8,45. 

Sigríður Kristjánsdóttir námsbrautarstjóra Skipulagsfræðibrautar brautskráði sína nemendur og veitti Atla Steini Sveinbjörnssyni verðlaun gefin af Skipulagsfræðingafélaginu fyrir góðan árangur á M.S. prófi í skipulagsfræðum. Bjarni Diðrik Sigurðsson umsjónarmaður framhaldsnáms við LbhÍ brautskráði nemendur úr rannsóknarmiðuðu M.S. námi og hlaut Julia C. Bos verðlaun fyrir góðan árangur í rannsóknamiðuðu M.S. prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands sem gefin eru af Félagi íslenskra búfræðikandidata. Þá brautskráðist einnig Þórunn Pétursdóttir með doktorspróf úr Náttúru- og umhverfisfræði.

Þrjár styrkveitingingar úr Framfarasjóði Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar voru veittar við athöfnina í dag og hlutu þar styrk Esther Marloes Kapinga en hún hóf MS nám í náttúru- og umhverfisfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands síðast liðið haust og hlaut styrk fyrir verkefnið: Soil fauna community structure across a chronosequence with and without elevated levels of allochthonous resource input: A case study on Surtsey, Ellidaey and Heimaey. Þá hlaut styrk Anna Guðrún Þórðardóttir en hún hóf nám í búvísindinum síðast liðið haust og snýr verkefnið hennar að því að meta erfðastuðla og erfðafylgni á milli byggingatengdra eiginleika hjá íslenska kúastofninum. Þá hlaut Jóhannes Kristjánsson styrkt en hann hóf nám í búvísindum haustið 2019 og snýr hans verkefni að holdastigi íslenskra mjólkurkúa. Alls voru veittir styrkir að upphæð 400.000 kr úr sjóðnum en tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands til framhaldsmenntunar og að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði Landbúnaðarhaskólans.

Einnig voru veittir styrkir úr Blikastaðasjóði og afhenti Magnús Sigsteinsson fulltrúi stofnenda tvo styrki. Þar hlaut Anna Guðrún Þórðardóttir 750.000 kr styrk til MS verkefnis í búvísindum og Jóhannes Kristjánsson 750.000 kr styrk til MS verkefnis í búvísindum. Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskólanámi frá Landbúnaðarháskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðarvísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er stjórn sjóðsins heimilt að verðlauna nemendur Landbúnaðarháskólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi.

Að lokinni athöfn og myndatöku var boðið til kaffisamsætis í Ásgarði á Hvanneyri. Við óskum öllum innilega til hamingju með daginn og áfangana.

Brautskráning búfræðinga og háskóladeilda fór fram við hátíðlega athöfn í dag.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image