Landsýn: Vísindaþing landbúnaðarins

Landsýn, vísindaþing landbúnaðarins, verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013, kl. 9:30 til 17:00. Að Landsýn standa eftirfarandi stofnanir: Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands (Matís), Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun. Þessi ráðstefna skiptist í neðangreindar þrjár málstofur: Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst, Ástand og nýting afrétta, Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla.

LNú þegar hafa borist ágrip af nokkrum erindum og hugmyndir að öðrum. En betur má ef duga skal. Hér með er auglýst eftir titlum að erindum sem falla undir efni þessara málstofa. Frestur til þess að skila inn titlum er til 25. janúar og skulu þeir sendir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Allar hugmyndir eru vel þegnar, en falli efnið ekki að sviðum málstofanna verður höfundum gefinn kostur á veggspjaldabirtingu. Skila þarf inn stuttum ágripum (æskileg lengd hálf síða) af bæði erindum og veggspjöldum í síðasta lagi tveimur vikum fyrir ráðstefnudaginn á ofangreint netfang.

Ágripin verða birt eftir ráðstefnuna í vefritinu Skrínu sem Ása L. Aradóttir (LbhÍ) ritstýrir. Höfundum býðst einnig að fá birta þar ritstýrða grein eða ritrýnda grein.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image