Þórhildur og Árni við uppsetningu á tækjunum á Keldnaholti í sumar. MYND Isabel Barrio

Mælingar á fjölbreytni lífríkis í þéttbýli og á náttúrulegum svæðum

Mælistöðin við Keldnaholt komin upp. MYND Isabel Barrio
Árni við sýnatökur. MYND Isabel Barrio

Á Keldnaholti, starfsstöð skólans í Reykjavík, var í sumar sett upp mælistöð sem er hluti af alþjóðlegu verkefni sem nefnist LIFEPLAN. Verkefnið er leitt af Háskólanum í Helsinki og má sjá nánari upplýsingar hér en stöðvar að svipuðum toga erum útum allan heim.

Stöðin mælir fjölbreytni lífríkis í þéttbýli og á náttúrulegum svæðum eitt ár á hvorum stað næstu 6 árin. Byrjað var að taka sýna á Keldnaholti og verður tilraunin svo færð uppá Hvanneyri um áramót á svæði sem ekki hefur verið hróflað við. Sýni eru tekin vikulega og er notast við myndavélar, hljóðupptökur og söfnunarkeilu (sem safnar frjói og öðru sem berst með loftinu) ásamt því að settar eru upp árstíðarbundnar gildrur fyrir skordýr og jarðvegssýni eru tekin.

Sumarstarfsmenn okkar þau Árni Hafstað Arnórsson og Þórhildur Ísberg hafa séð um að læra á tækin og nýta, taka sýni og fylgjast með stöðinni. 

Árni er 22 ára B.Sc. í landfræði sem hefur unnið síðustu tvö sumur í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í sumar vann hann fyrir Isabel í LifePlan verkefninu ásamt því að vinna fyrir Maríu Svavarsdóttur sérfræðing og Jón Guðmundsson lektor á jarðvegsrannsóknarstofunni, þar sem hann vann m.a. úr gömlum sýnum sem voru farin að hrannast upp. Árni og Þórhildur aðstoðuðu einnig alþjóðlega nemendur hjá Landgræðsluskólanum á rannsóknarstofunni.

„Síðustu tvær vikurnar hér fór ég í vettvangsferðir með tveim doktorsnemum við LbhÍ til að veita þeim hönd í verkefninu BirkiVist. Ég hef lengi haft hug á vistfræði og kunnað á jarðvegsfræðina svo þetta starf var góður millivegur til að auka þekkingu mína og vinna við eitthvað sem ég kann á mínu fræðasviði. Að þessu loknu ætla ég að verða mér úti um vinnu næsta vetur, áður en ég held í meistaranám haustið 2022. Það var mjög gaman að spjalla og hlusta á alla sérfræðingana í matarhléunum, ásamt því að kynnast námi og nemendum skólans og Landgræðslunnar betur.“

Þórhildur er skógfræðingur frá LbhÍ og lauk MS prófi í júní á þessu ári. „Í námi mínu lagði ég áherslu á heilbrigði skóg og þá sérstaklega sjúkdómafræði. Fyrir utan gagnaöflun og umsjón með LifePlan rannsókninni hef ég í sumar unnið á jarðvegsstofu LbhÍ að Keldnaholti, unnið að gagnaskráningu sem og nú í lok tímabilsins unnið með sýni frá BugNetwork rannsókninni. Það hefur verið bæði gaman og ganglegt að kynnast hinum ýmsu rannsóknaverkefnum sem eru í gangi innan skólans og stefni ég í framtíðinni á frekari rannsóknastörf.“

Isabel C. Barrio dósent er aðal tengiliður skólans við verkefnið en einnig koma Bjarni D. Sigurðsson prófessor, Ása L. Aradóttir prófessor og Hlynur Óskarsson dósent að verkefninu. Það er ekki einfallt verkefni að koma upp svona tækjum og hefur Emmanuel Pierre Pagneux lektor og Gísli Ágúst Guðmundsson rekstrarstjóri fasteigna komið að uppsetningunni.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image