Vigfús Þór Hróbjartsson ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði Þriðja þéttbýlið – Gæði, kostir og tækifæri Stokkseyrar innan sveitarfélagsins Árborgar. Mynd/aðsend

Meistaravörn Vigfúsar Þórs Hróbjartssonar í skipulagsfræði

Vigfús Þór Hróbjartsson ver meistararitgerð sína í skipulagsfræði við deild Skipulags og hönnunar í Landbúnaðarháskóla Íslands sem nefnist „Þriðja þéttbýlið – Gæði, kostir og tækifæri Stokkseyrar innan sveitarfélagsins Árborgar.“ á íslensku en á ensku er titillinn „The Third Urban Core: Liveability, quality and opportunities for Stokkseyri within the municipality of Árborg”.

Leiðbeinendur eru dr. Bjarki Jóhannesson skipulagsfræðingur og Anne Bruun Hansen arkitekt hjá EFLU verkfræðistofu. Prófdómari er dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur.

Vörnin fer fram þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 13:00 og verður streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað og öllum áhugasömum er velkomið að fylgjast með henni þannig. Hlekkur á fjarvörnina hér. Við biðjum þá sem vilja tengja sig vinsamlegast að gera það fyrir kl. 12:50. Jafnframt biðjum við alla sem tengjast í gegnum fjarfundabúnað að slökkva á eigin hljóðnemum á meðan fyrirlesturinn fer fram, en mega gjarnan kveikja á þeim þegar gefið verður færi á spurningum „úr sal“ í lok varnarinnar. Vörnin fer fram á íslensku.

Ágrip

Stokkseyri er lítill þéttbýliskjarni innan sveitarfélagsins Árborgar sem er sveitarfélag staðsett á Suðurlandi í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Innan Árborgar eru þrjú þéttbýli og er Stokkseyri minnst þeirra. Heiti verkefnisins vísar til þess hver staða Stokkseyrar er innan sveitarfélagsins út frá tilfinningalegu mati höfundar við upphaf verkefnisins.

Innan verkefnisins er rýnt í þau tækifæri sem til staðar eru innan þorpsins og hinar ýmsu forsendur fyrir frekari uppbyggingu greindar út frá því hvaða styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir eru til staðar og reynt að meta þessa þætti gagnvart stærri þéttbýlum innan sama sveitarfélags. Auk þess er þorpið skoðað út frá hugmyndum um lífsgæði íbúa og er með almennum hætti rýnt í þau gæði sem til staðar geta verið innan smárra þorpa. Út frá þessum greiningum og skoðunum eru lögð fram einföld markmið og viðmið er varða uppbyggingu mismunandi svæða innan þorpsins og unnin gróf tillaga skipulagsbreytinga ásamt skýringarmyndum sem sýna hugmyndir um ásýnd einstakra svæða innan þorpsins.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image