Ný lög um opinbera háskóla

Á síðustu dögum Alþingis var samþykkt breyting á lögum um opinbera háskóla. Þetta eru allnokkur tíðindi fyrir LbhÍ sem frá og með 1. júlí n.k. fellur undir sömu lög og Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Hólaskóli. Samhliða falla niður lög um búnaðarfræðslu og stoð LbhÍ í lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Þessi breyting markar vissulega tímamót fyrir lagaumgjörð starfseminnar en fyrsta áþreifanlega breytingin er sú að skipað verður nýtt háskólaráð með frábrugðnum hætti frá því sem verið hefur. Ráðið verður nú skipað sex fulltrúum auk rektors þar sem eru tveir fulltrúar háskólasamfélagsins tilnefndir af háskólafundi; einn fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda við háskólann; einn fulltrúi tilnefndur af ráðherra og tveir fulltrúar tilnefndir af þeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráði. Gert er ráð fyrir að nýtt háskólaráð taki til starfa þann 1. október.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image