Fulltrúar Landsambands kúabænda og Landbúnaðarháskóla Íslands funduðu um sóknarfæri.

Sóknarfæri í endurmenntunarmöguleikum bænda

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda og Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður landssambandsins heimsóttu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og áttu fund með Ragnheiði I. Þórarinsdóttur rektor, Daða Má Kristóferssyni aðstoðarrektor, Þóroddi Sveinsyni deildarforseta Ræktunar og fæðu og Áshildi Bragadóttur endurmenntunarstjóra til að ræða endurmenntunarmöguleika bænda og þeirra sem starfa við landbúnað og matvælaframleiðslu og leiðir til eflingar innlendrar fóðurræktar. Rætt var um þau sóknarfæri sem eru í landbúnaði á sviði landnýtingar, jarðræktar, nýsköpunar og tækni, þörfinni fyrir endurmenntun sem gagnast bændum við að endurnýja þekkingu sína á mikilvægum bústjórnarþáttum og mikilvægi samvinnu á þessu sviði.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image