Skipulag & Hönnun

Skipulagsfræði

Image

MS gráða – 120 ECTS einingar

Skipulagsfræði er sjálfstæð fræðigrein, en henni tengist fjöldi annarra faggreina svo sem lögfræði, félagsfræði, hagfræði, landfræði, náttúrufræði, sagnfræði, arkitektúr og verkfræði.

Mikilvægt er að skipulagsfræðingar á Íslandi hafi aflað sér þekkingar á náttúrufari, veðurfari, samfélagi, hagkerfi, lagaumhverfi, tækni, menningu, fagurfræði, sögu landsins, byggðarþróun og innri gerð byggðar.

Námsbrautin er með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun.

Námið fer fram að mestu fram á Keldnaholti í Reykjavík og í fjarnámi.

.

Brautarstjóri er Harpa Stefánsdóttir

Image

Skipulag náms

Aðgangskröfur

Lágmarkseinkunn fyrir inntöku er 7,25 en þau sem lokið hafa B.Sc. eða BA prófi, með meðaleinkunn 6,5 eða hærri, geta sótt um inngöngu í námið.

Ef nemandi uppfyllir ekki ákveðnar forkröfur verður honum gert kleift að taka þau námskeið sem á vantar samhliða meistaranáminu.

Gerðar eru forkröfur um að nemendur hafi lokið grunnnámskeiðum í akademískum vinnuaðferðum, náttúrufræðigrein(um), kortalæsi (GIS), tölfræði, tölvustuddri hönnun og grafískri framsetningu á háskólastigi. Metið í hverju tilviki fyrir sig.

Frekari upplýsingar um námsleiðina

Image

Námsbraut í skipulagsfræði er 2 ára M.Sc. nám. Áhersla er lögð á að samtvinna faglega þætti skipulagsfræðinnar og íslenskar aðstæður með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi.

Námið veitir nemendum breiða, þverfaglega þekkingu á skipulagsfræði. Skipulagsfræði er sjálfstæð fræðigrein, en henni tengist fjöldi annarra greina. Hér má nefna lögfræði, félagsfræði, hagfræði, landfræði, náttúrufræði, sagnfræði, landslagsarkitekúr, arkitektúr og verkfræði. Námið er byggt upp af skipulögðum námskeiðum að þremur fjórðu og sjálfstæðu rannsóknarverkefni að einum fjórða.

Megináherslur í efni námskeiðanna er gagnrýnin skipulagshugsun þar sem blandað er saman námskeiðum um skipulagskenningar, og fjölþættum aðferðafræðilegum nálgunum til að ná fram betri skipulagslausnum sem mynda ramma mannlífs og samfélags. Námið þjálfar nemendur í að beita megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum, rýmishönnun og skipulagsaðferðafræði til að koma á samstarfi hagsmunaaðila um skipulagsmál.

Aðstæður á Íslandi er um margt sérstakar og því er mikilvægt að skipulagsfræðingar sem starfa á Íslandi hafi aflað sér þekkingar á náttúrufari, veðurfari, samfélagi, hagkerfi, lagaumhverfi, tækni, menningu, fagurfræði, sögu landsins, byggðarþróun og innri gerð byggðar.

Að loknu námi eiga nemendur að hafa öðlast haldgóða þekkingu á skipulagsfræði sem atvinnugrein og geta unnið sjálfstætt að ráðgjöf (aðgerðir og inngrip), við lausn vandamála og að þróunarverkefnum á sviði skipulags. Í náminu er gert ráð fyrir að nemendur sæki námskeið við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðra háskóla sem LbhÍ hefur samstarf við svo sem Háskóla Íslands og erlenda háskóla. Valfrelsi í hluta námsins gefur tækifæri til að sækja nám við aðra háskóla, gjarnan erlendis, auk þess sem færi gefst til nokkurrar sérhæfingar t.d. á sviði borgarskipulags og hönnunartengdra sérgreina, umhverfisskipulagstengdra sérgreina, eða stjórnsýslutengdra sérgreina.

Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og verkefnavinnu sem miðar að lausn raunverulegra viðfangsefna og þjálfar hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt að námi loknu.

Kennsla fer fram að mestu á Keldnaholti, Árleyni 22 RVK og í fjarnámi. Einnig er um að ræða skyldunámskeið við Háskóla Íslands.

Að loknu námi í skipulagsfræði

Image

Vaxandi þörf er fyrir menntaða skipulagsfræðinga á Íslandi og er námið sniðið að íslenskum þörfum en fylgir engu að síður nýjustu stefnum í skipulagskenningum og fræðigreininni. Nemendur eru þjálfaðir í að beita meigindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum, rýmishönnun og hagnýtri nálgun við lausn skipulagsverkefna með samvinnu við ýmsa hagsmunaaðila.

Að loknu námi eiga nemar að geta fengist við ýmisleg skipulagsverkefni t.d. unnið sjálfstætt að ráðgjöf og aðstoðað opinbera aðila við ákvarðanir í skipulagsmálum og metið líklegar afleiðingar þeirra.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image