Fræðigrein um Brandendur á Íslandi

Árið 2017 dvöldu tveir gestafræðingar við LbhÍ, þau Rachel Tierney og Niall Tierney, í tæpt ár við rannsóknir á fuglalífi Ramsarsvæðisins í Andakíl. Þau hafa nú, ásamt fleirum, birt fræðigrein úr hluta rannsókna sinna, en greinin fjallar um stöðu brandandarinnar hér á landi.

Brandöndin er nýlegur landnemi en hún hóf að verpa reglulega hér á landi árið 1990 á því svæði sem nú tilheyrir Ramsarsvæðinu í Andakíl. Brandöndinni hefur vegnað nokkuð vel hér á landi, en varpstofninn er áætlaður 274 pör. Öndin hefur dreift sér víða um land, en 60% af stofninum er að finna í Borgarfirði, sem undirstrikar mikilvægi Ramsarsvæðisins fyrir þessa tegund, líkt og svo margar aðrar.

Greinin birtist í alþjóðlega vísindatímaritinu Wildfowl. Hér má sækja hana

 

--

Tengt efni

Opnun gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl
Fulltrúar frá Fuglavernd og RSPB sækja skólann heim
Votlendissetur

Ramsar Andakíll 
Heimasíða Ramsar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is