Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum ýmsa þjónustu, leiðbeiningar og stuðning á meðan á námi stendur og leggur áherslu á að sníða hana að þörfum þeirra sem eftir henni leita, m.a.
- Ráðgjöf og leiðsögn um vinnubrögð í háskólanámi
- Námskeið í námstækni og kvíðastjórnun
- Ráðgjöf vegna sértækra námsörðugleika eða fötlunar
- Ráðgjöf og leiðsögn á mati og greiningu á náms- og starfsfærni
- Persónuleg ráðgjöf og stuðningur vegna tímabundinna erfiðleika í einkalífi
- Áhugasviðsgreining
- Starfsráðgjöf
Nemendur geta fengið leiðsögn um val á námi sem og upplýsingar um þá þjónustu sem stendur þeim til boða innan skólans. Náms- og starfsráðgjafi hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika.
Námsráðgjafi er Ástríður Margrét Eymundsdóttir
Hægt er að panta tíma hjá henni á netfangið: nams@lbhi.is