Opið hús og kynning M.Sc. nema í skipulagsfræði á skoðun skipulagskosta fyrir Þorlákshöfn

Opið hús og kynning M.Sc. nema í skipulagsfræði á skoðun skipulagskosta fyrir Þorlákshöfn

Við bjóðum öllum áhugasömum um skipulagsmál til kynningar um skoðun skipulagskosta fyrir framtíðar Þorlákshöfn sem góðs staðar til að búa á. Viðburðurinn fer fram í Sauðafelli á Keldaholti, Árleyni 22 Reykjavík föstudaginn 19. apríl. Húsið opnar 15:30 og kynningin hefst kl. 16 og verður einnig streymt.

 
M.Sc. nemendur í skipulagsfræði munu kynna afrakstur verkefna sinna um mótun búsetuumhverfis í Þorlákshöfn og hvernig megi samhæfa ólík sjónarmið til að móta skipulagskosti. Leiðarljós verkefnanna eru ýmis sjálfbærnimarkmið um byggt umhverfi. Á sama tíma fer fram sýning í Sauðafelli þar sem tillögur nemenda verða hengdar upp.
 

Dagskrá

 
15.30 Opnun sýningar í Geitaskarði, boðið er upp á léttar veitingar
16.00 Þorlákshöfn, innleiðing sjálfbærnimarkmiða í byggðu umhverfi og íbúasamráð – inngangur Harpa Stefánsdóttir prófessor í skipulagsfræði
16.10 Nemendur kynna verkefni sín í 3 hópum. Hver kynning er um 15 mínútur, en opið er fyrir stuttar spurningar frá viðstöddum á milli.
17.10 Umræður
17.30 Formlegri dagskrá lýkur, en opið fyrir spjall um sýninguna, nemendur svara spurningum.
18.00 Hús lokar
Streymi frá kynningu hefst kl. 16 og lýkur um 17.30
 
Join Zoom Meeting
https://eu01web.zoom.us/j/69411988965
Meeting ID: 694 1198 8965
 
Boðið verður upp á að koma með stuttar spurningar í spjallgluggann í Zoom. Spurningum sem tengjast vinnu nemenda verður svara á fundinum eftir því sem tími leyfir.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image