Rannsóknarráðstefnan PLANNORD – Skipulag í norrænu samhengi – tækifæri og áskoranir. MYND Harpa Stefánsdóttir

Rannsóknarráðstefnan PLANNORD – Skipulag í norrænu samhengi – tækifæri og áskoranir verður haldin á Íslandi dagana 21.-23. ágúst 2024. MYND Harpa Stefánsdóttir

Snemmskráning á rannsóknarráðstefnuna PLANNORD – Skipulag í norrænu samhengi – tækifæri og áskoranir

Ellefta norræna skipulagsrannsóknaþingið PLANNORD verður haldið í Reykjavík dagana 21.-23 ágúst 2024. Viðburðurinn fer fram á Hótel Reykjavík Natura og hefst 21. ágúst með námskeiði fyrir doktorsnema en sjálf ráðstefnan fer síðan fram 22.-23. ágúst. Yfirskrift ráðstefnunnar er Skipulag í norrænu samhengi – tækifæri og áskoranir.

Málþingið er einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að fylgjast með umfjöllun um skipulagsmál í norrænu samhengi, rannsóknir á sviðinu, tækifæri og áskoranir. Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ), Skipulags- og hönnunardeild, vill vekja athygli á því að opnað hefur verið fyrir skráningu á vefsíðu ráðstefnunnar, þar sem einnig má finna nánari upplýsingar og dagskrá.

Snemmskráning til 15. maí 2024

Við hvetjum fagaðila skipulagsmála og aðra áhugasama til að skrá sig á rannsóknar ráðstefnu PLANNORD fyrir 15. maí n.k. en ráðstefnugjöld hækka eftir það. Skráning hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image