Útskriftarhelgi Reiðmannsins 27. apríl og 28. apríl 2024

Laugardaginn 27. apríl verður útskriftardagur í Reiðmanninum I og II haldinn í hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði. Við viljum hvetja ykkur til að taka daginn frá og skrá ykkur á útskriftardaginn á vef Endurmenntunar LbhÍ í síðasta lagi mánudaginn 22.  apríl nk. á meðfylgjandi slóð: https://forms.office.com/e/P5FqKTmX4p

 

Æfingatímar verða settir upp fyrir alla í keppnisnáminu á vellinum á Mið-Fossum. 

Mið-Fossa hópurinn verður með æfingar föstudagskvöldið 26. apríl,

Hóparnir á Selfossi, Hellu og Akureyri fá æfingartíma á laugardeginum 27. apríl.

Tímum verður úthlutað frá 08.00 um morguninn, fær hver nemandi ca. 15 mín æfingatíma plús spjall við reiðkennarann ykkar.

 

Stíupláss er í boði á Mið-Fossum og mikilvægt að þeir sem vilja nýta sér það panti stíupláss með því að hafa samband við Guðbjart Þór umsjónarmann This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  Hægt er að fá pláss fyrir 1 hest á mann max. til að byrja með og kostar plássið  1.800 kr. per. sólahring og er spænir og hey innifalið í verðinu. Annars má leita til okkar hér á Skáney og við getum aðstoðað líka. 

 

Hægt verður að kaupa sér mat upp í mötuneyti Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri á laugardaginn, eins verður Hanna Rún með fyrirlestur upp í skólanum um miðjan dag á laugardeginum.

 

Mót verður haldið sunnudaginn 28. apríl og hefst um kl. 09.00.

Þið sem eruð nemendur í keppnisnámi reiðmannsins eruð með 2 skráningar innifaldar í námskeiðsgjaldi, ( skráningar verða að vera komnar til mín This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í allra síðasta lagi 22. apríl! en frjálst er að skrá fleiri skráningar og fer það þá í gegnum Sportfeng og þarf að greiða gjaldi fyrir. Auk ykkar geta nemendur í Reiðmanninum I og II ásamt nemendum tekið þátt og skráning fer fram í Sportfeng eins og áður segir, og er verð per skráningu 4.000 kr., nema í 100 m skeið með handklukkum, þar er gjaldið 1.500 kr. Skráningarfrestur í Sportfeng er til 23. apríl. 

 

Keppt verður úti á hringvellinum á Mið-Fossum. Heimilt er að taka þátt með fleiri en einn hest og hver knapi keppir í einum flokki sem hann velur sjálfur. Annað hvort ert þú keppandi í 1. flokki eða 2. flokki.

  1. flokkur: V2, T3, F2, T4, 100 metra skeið (með handklukkum, 1.500 kr)
  2. flokkur: V5 og T7 þeir sem vilja keppa í T4. F2  og 100m skeiði skrá sig í .  1. flokk í þeim greinum.

 

Skráning á mótið verður auglýst þegar nær dregur og verður í https://sportfengur.com/, skrá þarf nafn knapa, á hvaða hönd er riðið, nafn hests, hvaða flokk 1 eða 2. Skráningagjald er kr. 4.000 per skráningu (hafið samband This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða 8445546 ef þig vantar aðstoð)

 

Samtímis og þið eruð með æfingatíma á vellinum mun útskrift fara fram hjá nemendum í reiðmanninum 1 og 2 inni í reiðhöllinni.

Dagskráin hefst kl. 10 og lýkur um kl. 16 og verður þétt dagskrá allan daginn. Nemendur í búfræði við háskólann verða með veitingasölu og bjóða upp á léttar veitingar á hóflegu verði.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image