Sjálfbærar aðferðir í kolefnisbindingu í skógrækt
FORESTCARBOVISION – Empowering Communities through Forest Carbon Farming: Building Climate Resilience and Sustainable Resource Management
Verkefnið mun takast á við þá umhverfisáskorun sem felst í því að þróa og innleiða sjálfbærni í kolefnisbindandi skógrækt. Með notkun nýjustu tækni á því sviði er markmiðið að bæta kolefnisbindingu og vernda líffræðilega fjölbreytni í þátttökulöndunum fjórum. Þróuð verður framsækin aðferðafræði til kolefnismælinga, skapalón til yfirfærslu bestu lausna og keyrð tilraunaverkefni á mismunandi stærðarskala. Helstu haghafar eru m.a. skógareigendur, umhverfisstofnanir og stefnumótunaraðilar. Alþjóðlegt samstarf er grundvallar atriði í því að miðla mismunandi sérþekkingu þannig að unnt sé að laga lausnir að mismunandi vistkerfum. Sérstaða verkefnisins liggur í þátttökuaðferð þess, þar sem hagnýt verkfæri og aðferðir eru hönnuð í samvinnu við hagsmunaaðila frá opinberum stofnunum, rannsóknarstofnunum, frjálsum félagasamtökum og einkaaðilum, sem tryggir víðtæka innleiðingu og áhrif um allt svæðið.
Þátttakendur eru Natural Resources Institute Finland (LUKE) sem leiðir verkefnið, Oulu University of Applied Sciences (FI), GREEN SKIBBEREEN (IE), og Landbúnaðarháskóli Íslands. Heildarkostnaður verkefnisins er 1.199 þús. evrur og þar af er íslenski hlutinn 212 þús. evrur.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: https://www.interreg-npa.eu/projects/forestcarbovision/
Tengiliður

