Rannsóknir

Hjá LbhÍ er sérútbúin aðstaða til rannsókna á sviði búvísinda, náttúru- og umhverfisfræða, s.s. fóður- og jarðvegsefnagreininga, sameindaerfðafræði, skógfræði, landgræðslu og jarðvegseyðingar, kolefnisbindingar og losunar gróðurhúsalofttegunda. Þá hefur LbhÍ yfir að ráða aðstöðu og tækjum til margháttaðra efnagreininga.

Sérstaða háskólans felst í hlutfallslega mjög miklu rannsóknastarfi, sem er mikill styrkur þegar kemur að rannsóknatengdu námi, þ.e. námi til meistara- og doktorsgráða.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is