Ræktun & Fæða
Hestafræði

BS gráða- 180 ECTS einingar
Traustur þekkingargrunnur með blöndu af verklegum og bóklegum fögum.
Hestafræði er innihaldsríkt, alhliða nám sem byggist á blöndu af bóklegu námi og verklegum áföngum. Nemandi öðlast traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Námið er staðarnám í mörgum hestatengdum áföngum en möguleiki er á fjarnámi að hluta í öðrum fögum.
Brautarstjóri er Anna Guðrún Þórðardóttir
Nám við Hestafræðibraut er 3ja ára BS nám sem hefur það meginmarkmið að veita nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði ásamt sérþekkingu í grunngreinum búvísinda og í líffræði hesta, meðferð þeirra og þjálfun.
Nemendur fá grunn í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða og sérhæfðum námsgreinum um hesta.
Skyldumæting er í verklega áfanga.

Skipulag náms í hestafræði

Kennsla er að mestu helguð grunnfögum raungreina, rekstrarfræðum og grunni hestatengdra faga.
Námskeið ársins 2023-2024 (Fyrsta ár) |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Haust | Vor | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
Námskeið ársins 2024-2025 (Annað ár)
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Haust | Vor | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.
Námskeið ársins 2025-2026 (Þriðja ár)
|
||||||||||||||||||||||||||||
Haust | Vor | |||||||||||||||||||||||||||
|
|
Námskeið ársins 2023-2024 (Óháð námsári)
|
||||||||||
Haust | Vor | |||||||||
|

Um hvað snýst námið í hestafræði

Nám við Hestafræðibraut er 3ja ára BS nám sem hefur það meginmarkmið að veita nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði ásamt sérþekkingu í grunngreinum búvísinda og í líffræði hesta, meðferð þeirra og þjálfun.
Nemendur fá grunn í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða og sérhæfðum námsgreinum um hesta.
Skyldumæting er í verklega áfanga.
Skipulag námsbrautarinnar er í stórum dráttum þannig að grunnfög raungreina og sérfög búvísinda ásamt rekstrargreinum eru tekin með námskeiðum í reiðmennsku og hestatengdum áföngum. Í náminu er lögð áhersla á að skapa traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Skyldumæting er í verklega kennslu.


Möguleikar að loknu námi í hestafræði

Nám á hestafræðalínu undirbýr fólk fyrir störf í atvinnugreininni við rekstur hrossabúa og fyrir sérhæfða þjónustu, ráðgjöf og hvers kyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn.
Framhaldsnám í hestafræði

Námið hentar einnig mjög vel sem undirbúningur fyrir framhaldsnám til meistaragráðu á sviði hestafræða sem stunda má við LbhÍ. Þá er einnig möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.