Ræktun & Fæða

Hestafræði

Image


BS gráða- 180 ECTS einingar

Traustur þekkingargrunnur með blöndu af verklegum og bóklegum fögum.

Hestafræði er innihaldsríkt, alhliða nám sem byggist á blöndu af bóklegu námi og verklegum áföngum. Nemandi öðlast traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Námið er staðarnám í mörgum hestatengdum áföngum en möguleiki er á fjarnámi að hluta í öðrum fögum.

Brautarstjóri er Anna Guðrún Þórðardóttir

Um hvað snýst námið

Nám við Hestafræðibraut er 3ja ára BS nám sem hefur það meginmarkmið að veita nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði ásamt sérþekkingu í grunngreinum búvísinda og í líffræði hesta, meðferð þeirra og þjálfun.


Nemendur fá grunn í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða og sérhæfðum námsgreinum um hesta.

Skyldumæting er í verklega áfanga. 

Image

Skipulag náms í hestafræði

Image
Kennsla er að mestu helguð grunnfögum raungreina, rekstrarfræðum og grunni hestatengdra faga.

Námskeið ársins 2023-2024 (Fyrsta ár)
Haust Vor
    INNGANGUR AÐ BÚVÍSINDUM OG HESTAFRÆÐI   6e 
    VINNULAG OG AÐFERÐIR Í HÁSKÓLANÁMI   4e 
    SKYNJUN OG ATFERLI HROSSA   4e 
    ALMENN EFNAFRÆÐI   6e 
    KNAPAÞJÁLFUN   4e 
    HAGNÝT GRUNNTÖLFRÆÐI    4e 
    LÍFRÆN EFNAFRÆÐI    4e 
    GRASAFRÆÐI   4e 
    VISTFRÆÐI I    4e 
    VISTFRÆÐI II    4e 
    REIÐMENNSKA I     4e 
    UMHIRÐA OG HEILSA HROSSA  4e 
    LÍFEFNAFRÆÐI    6e 
    SUMARNÁMSKEIÐ - PLÖNTUGREINING    2e 
 
Kennsla í sérfögum búvísinda, svo sem kynbótafræði, fóðurfræði, landbúnaðarbyggingar og tækni með aukna áherslu á reiðmennsku.

Námskeið ársins 2024-2025 (Annað ár)
Haust Vor
    ERFÐAFRÆÐI    6e 
    FORTAMNINGAR    4e 
    TÖLFRÆÐI OG TILRAUNASKIPULAG     8e 
    REIÐMENNSKA II   4e 
    VINNULAG Á ÍSLENSKUM HROSSARÆKTARBÚUM     2e 
    JARÐRÆKT I    6e 
    FÓÐURFRÆÐI    6e 
    LÍFFÆRA- OG LÍFEÐLISFRÆÐI BÚFJÁR I   4e 
    REIÐMENNSKA III    6e 
    LÍFFÆRA- OG LÍFEÐLISFRÆÐI BÚFJÁR II    4e 
    LANDBÚNAÐARBYGGINGAR OG TÆKNI    4e 
     

Valnámskeið eru eingöngu fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámskeiðum 1. árs.

Nemendur stunda nám í sérhæfðari hrossaáföngum, taka námskeið um þjálfunarlífeðlisfræði hrossa ásamt stoð- og hreyfifræði, þeir taka námskeið í kynbótadómum og enda á lokaverkefni sem tekur mestan tíma nemenda þegar líður að vori.

Námskeið ársins 2025-2026 (Þriðja ár)
Haust Vor
    HROSSARÆKT   6e 
    ÞJÁLFUNARLÍFEÐLISFRÆÐI HESTA    4e 
    JÁRNINGAR OG HÓFHIRÐA   4e 
    STOÐ OG HREYFIFRÆÐI   4e 
1)   BEITARVISTFRÆÐI OG SKIPULAG   4e 
    FÓÐURVERKUN OG TÆKNI    6e 
    KYNBÓTADÓMAR HROSSA    4e 
    REKSTUR OG ÁÆTLANAGERÐ (Eigin rekstur)    6e 
    B.S. LOKAVERKEFNI - Hestafræði  10e 
1) Kennt annað hvert ár, næst kennt 2023/2025/2027.
Námskeið ársins 2023-2024 (Óháð námsári)
Haust Vor
    05.45.02 GÆÐI OG VINNSLA BÚFJÁRAFURÐA    4e 
    01.24.02 SIÐFRÆÐI NÁTTÚRUNNAR   4e 
    05.69.03 MENGUN - UPPSPRETTUR OG ÁHRIF   6e 
    05.34.02 AUÐLINDA- OG UMHVERFISHAGFRÆÐI   4e 
    03.44.02 ALMENN BÚTÆKNI   4e 
    05.92.02 ATFERLI OG VELFERÐ BÚFJÁR    4e 
    06.40.02 SJÁLFBÆR ÞRÓUN    4e 
    04.36.02 VEÐURFARSFRÆÐI   4e 
    04.38.01 FRUMKVÖÐLAFRÆÐI     2e 
Image

Um hvað snýst námið í hestafræði

Image

Nám við Hestafræðibraut er 3ja ára BS nám sem hefur það meginmarkmið að veita nemendum breiða grunnmenntun í hagnýtri líffræði ásamt sérþekkingu í grunngreinum búvísinda og í líffræði hesta, meðferð þeirra og þjálfun.

Nemendur fá grunn í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða og sérhæfðum námsgreinum um hesta.

Skyldumæting er í verklega áfanga. 

Skipulag námsbrautarinnar er í stórum dráttum þannig að grunnfög raungreina og sérfög búvísinda ásamt rekstrargreinum eru tekin með námskeiðum í reiðmennsku og hestatengdum áföngum. Í náminu er lögð áhersla á að skapa traustan þekkingargrunn á flestum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Skyldumæting er í verklega kennslu.

Image
Image

Möguleikar að loknu námi í hestafræði

Image

Nám á hestafræðalínu undirbýr fólk fyrir störf í atvinnugreininni við rekstur hrossabúa og fyrir sérhæfða þjónustu, ráðgjöf og hvers kyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn.

Framhaldsnám í hestafræði

Image

Námið hentar einnig mjög vel sem undirbúningur fyrir framhaldsnám til meistaragráðu á sviði hestafræða sem stunda má við LbhÍ. Þá er einnig möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image