Samfélag og atvinnulíf
Samfélagið
Skólar eru hluti af samfélaginu og hlutverk þeirra felst í því að leiða nemendur inn í þetta samfélag, gera þá meðvitaða um þau störf sem þar eru unnin og hvernig það sem þau læra tengist störfunum.
Hlekkur á samstarfssamninginn
Safnið er staðsett í Halldórsfjósi á Hvanneyri og er opið almenningi. Safnstjóri er Ragnhildur Helga Jónsdóttir
Vefur Landbúnaðarsafns Íslands
Landbúnaðarsafn Íslands er sjálfseignarstofnun sem formlega var stofnað 14. febrúar 2007. Stofnaðilar eru Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ), sveitarfélagið Borgarbyggð og Bændasamtök Íslands (BÍ). Í stjórn safnsins eiga sæti, auk fulltrúa áðurnefndra stofnana, þjóðminjavörður eða fulltrúi hans og fulltrúi tilnefndur af landbúnaðarráðherra.
Hvanneyri var fyrst friðlýst sem búsvæði árið 2002 en árið 2011 var búsvæðið stækkað og fékk nafnið Andakíll.
Markmið friðlýsingarinnar er að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands fjölbreytts votlendis og búsvæða fjölmargra fuglategunda. Einnig er með friðlýsingunni tryggt aðgengi almennings að landsvæðinu til náttúruskoðunar og fræðslu. Ennfremur er markmið friðlýsingarinnar að tryggja möguleika á rannsóknum og vöktun á lífríki svæðisins með áherslu á búsvæði fugla og votlendi.
Nánar um friðlandið á vef Umhverfisstofnunar
Nánar um friðlandið á vef Ramsar
Votlendi setur mikinn svip á íslenska náttúru og myndar samofið net frá fjörum og leirum upp um ósa, ár og vötn til mýra og flóa. Á myndinni hér fyrir ofan er horft yfir Andakíl í Borgarfirði. Mynd: BÞ.
Votlendi er mikilvægt búsvæði fugla, smádýra og plantna, og fjölmargar tegundir byggja tilvist sína á því. Margvísleg ferli eiga sér stað í votlendi, svo sem vatnsmiðlun, mómyndun og uppsöfnun sets. Sökum þessara ferla hefur óraskað votlendi mikið gildi sem samofin eining í landinu, sérstaklega hvað varðar vatns- og efnabúskap stærri landslagseininga.
Á síðari hluta þessarar aldar hefur votlendi hér á landi tekið miklum breytingum vegna framræslu og ræktunar mýra. Framræsla mýra hefur verið búskap í mýrlendum sveitum lyftistöng og styrkt stoðir landbúnaðarframleiðslu í landinu. Nú er svo komið að á láglendi hafa mýrar víðast hvar verið ræstar fram og lítið er eftir af ósnortnu votlendi.
Ljóst er að losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu mýrlendi er ekki einungis stærsti landnýtingarlosunarþátturinn heldur einnig sambærilegur á við aðra stóra losunarþætti samfélagsins s.s. orkubrennslu. Rannsóknir sýna að endurheimt votlendis færir gróðurhúsalofttegundabúskap mýra í fyrra horf og því er ljóst að með slíkum aðgerðum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Endurheimt votlendis hefur nú verið reynd í öllum landshlutum og bæði hefur vel tekist til í nánast öllum tilvikum og aðgerðirnar til þess að gera ódýrar (Votlendisnefnd, 2006). Fyrir liggja því bæði rannsóknir á og reynsla við endurheimt votlendis og því fátt í vegi fyrir því að nýta þessa ódýru leið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.
Frekari upplýsingar gefa Hlynur Óskarsson, hlynur@lbhi.is, og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, ragnhildurhj@lbhi.is.
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur síðan haustið 2018 unnið að endurhnitun á skurðakerfi landsins. Markmiðið þeirrar vinnu er tvíþætt. Annars vegar að endurbæta eldra skurðakort sem byggði að mestu á gervihnattamyndum frá um 2004-8. Hins vegar að leggja mat á þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu milli þessara tveggja tímapunkta (2008-2018).
Eiginlegri hnitun lauk í maí 2019 og var sumrinu varið í að skoða nánar ýmis vafaatriði í hnituninni. Þeirri vinnu er ekki að fullu lokið og er þess vænst að hún klárist nú í sumar. Þar til yfirferð vafaatriða er lokið verður að skoða niðurstöðurnar sem birtast í vefsjánni sem verk í vinnslu. Engu að síður var ákveðið að gera kortið aðgengilegt til skoðunar, þeim sem áhuga hafa á. Þegar yfirferð vafaatriða er stefnt að því að gera skurðakortið aðgengilegt þeim sem vilja nýta sér það og jafnframt að óska eftir ábendingu þeirra sem til þekkja um það sem kann að þurfa lagfæringar við.
Hér má sjá vefsíðuna [skurdkortalagning.lbhi.is]
Vefsíða Yndisgróðurs
Atvinnulífið
Nánar á vef Orkídeu
Markmiðið er að skapa umhverfi fyrir samvinnu, þróun og miðlun ólíkrar þekkingar á sviði rannsókna, nýsköpunar og sjálfbærni. Sérstaklega verður horft til landbúnaðar, matvælaframleiðslu, ferðamála og loftslagsmála með það að markmiði að styrkja samkeppnisstöðu íslensks samfélags, efla atvinnu- og byggðaþróun og auka lífsgæði í landinu. Í þessu felst að styðja við tækniþróun, rannsóknir, alþjóðlegt samstarf og greiningar á þessu sviði auk þess sem horft er til þess að miðla þekkingu og veita stuðningsþjónustu fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna.
Verkefnistjóri er Áshildur Bragadóttir nýsköpunar og þróunarstjóri LBHÍ
Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur var stofnað í maí 2022 af 13 stofnaðilum: Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Landsvirkjun, Borgarbyggð, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Orkustofnun, Breið þróunarfélagi, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Símenntunar á Vesturlandi, Hugheimum – frumkvöðla- og nýsköpunarsetri og Auðnu tæknitorgi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gerðist aðili að Gleipni í mars 2023.
Nánar á vef Gleipnis