Sauðfjárbú

Tilraunabúið á Hesti

Image

Á Hesti í mynni Lundareykjadals er rannsóknarbú fyrir sauðfé og er það eitt fremsta sauðfjárbú í landinu í dag. Þar fer fram verkleg kennsla í sauðfjárrækt. 

Bústjóri er Logi Sigurðsson

Image
Image

Starfsfólk á Hestbúinu

Image
Yfirmenn

Halldór Pálsson  1944-1962

Pétur Gunnarsson  1963-1973

Björn Sigurbjörnsson 1973-1983

Gunnar Ólafsson  1983-1985

Þorsteinn Tómasson  1985-2005

Ágúst Sigurðsson 2005-2014

Björn Þorsteinsson 2014-2017

Sæmundur Sveinsson 2017-2018

Ragnheiður Þórarinsdóttir 2019-

Image
Image

Ritgerðir tengdar Hestbúinu

Image
BS ritgerðir

Sigurjón Jónsson Bláfeld 1970.  Fóðurkál og áhrif þess á sláturlömb.

 

Stefanía Birna Jónsdóttir 1989.  Áhrif útigöngu á fóðurnotkun, þrif og afurðasemi áa

 

Guðrún Lárusdóttir 1991.  Burðartími, vor- og haustmeðferð sauðfjár; áhrif á hagkvæmni í búrekstri.

 

Ólöf Björg Einarsdóttir 1993.  Notkun ómmælinga við mat kjötgæða í afkvæmarannsóknum.

 

Ásta F. Flosadóttir 1999.  Áhrif progesteronsvampa og hvíta erfðavísisins á upphaf gangmála að hausti.

 

Óðinn Örn Jóhannsson 2001.  Áhrif lambafeðra á þunga og vefjavöxt við mismunandi beitarmeðferðir.

 

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir 2003.  Athugun á atferli íslenskra áa og lamba fyrst eftir burð: samskipti og tengslamyndun.

 

Hallfríður Ósk Ólafsdóttir 2003.  Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi.

 

Sigríður Jóhannesdóttir, 2003.  Áhrif lýsingar á þrif lamba í innifóðrun.

 

Sigurður Þór Guðmundsson 2004. Fjárhúsgólf – samanburður sex gólfgerða.

 

Martha Sigríður Örnólfsdóttir, 2004.  Fitumat á síðu á lifandi lömbum.

 

Ragnar Skúlason, 2005.  Skyldleikarækt sauðfjár (Hestur og Þistilfjörður).

 

Silja Sigurðardóttir, 2010. Skiptibeit hrossa og sauðfjár.

 

Vilborg Hjördís Ólafsdóttir, 2009. Hefur ormalyfsgjöf áhrif á vöxt lamba?

 

Birta Berg Sigurðardóttir, 2011. Samhengi milli fæðingarþunga og vaxtarhraða hjá lömbum.

 

Einar Kári Magnússon, 2009. Áhrif útivistar á seinni hluta meðgöngu á burðarerfiðleika sauðfjár.

 

Eygló Gunnlaugsdóttir, 2011. Tengsl vaxtarlags og burðarerfiðleika hjá sauðfé.

 

Kristbjörn H. Steinarsson, 2012. Lambadómar - samræmi í mælingum og dómum.

 

Antónía Hermannsdóttir, 2013.  Afdrif og þrif fósturlamba.

 

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, 2014. Umhverfisáhrif á haustþunga lamba.

 

Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir 2015. Byggfóðrun gemlinga.

 

Linda Sif Níelsdóttir, 2014. Áhrif þess að halda gemlingum á endingu og æviafurðir.

 

Pálína Pálsdóttir 2018. Burðarerfiðleikar sauðfjár.

 

Sigríður Linda Þórarinsdóttir 2016. Fósturlát í gimbrum: Samhengi fósturláta og vaxtarhraða.

 

Kara Lau Eyjólfsdóttir 2017. Mjólkurfóðrun lamba.

 

Sigríður Þorvaldsdóttir 2017. Tengsl ómfitu við fullorðinsþunga, holdastigun og afurðasemi áa.

 

Hafrún Huld Hlinadóttir 2018. Vorþungi lamba sem mat á mjólkurlagni áa.

 

Þórdís Karlsdóttir, 2018.  Áhrif þess að ær skili lambi veturgamlar á afurðir þeirra síðar á ævinni.

 

Teitur Sævarsson 2020. Erfðabreytileiki í ASIP geninu í íslensku sauðfé

Linda Rún Einarsdóttir 2022. Áhrifaþættir á fallprósentu hjá íslenskum lömbum.

 

Þorgerður Gló Tómasdóttir 2022. Samanburður á þroskaferli áa eftir því hvort þær eru geldar eða með lambi veturgamlar.

Ættmæður hrúta frá Hesti

Image
Hér að neðan sjást hverjar eru ættmæður þeirra hrúta frá búinu á Hesti, sem notaðir hafa verið á stöðvunum. Þarna er um að ræða í hvaða á ætt hrútsins í beinan móðurlegg rekur sig. Sáralítið hefur verið um kaup á ám inná búið þannig að í meginatriðum er þarna um fjáraskiptaær að ræða.
Ættmæður hrúta frá Hesti

Straumur 61-823            Gála 51-022 frá Höllustöðum

Hrotti 64-824                 Teista 51-025 frá Höllustöðum

Eldur 67-829                  Háleit 51-114 frá Hamri

Angi 68-875                  Augabót 51-212 frá Vatnsdal

Moli 70-869                   Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Funi 70-880                   Bryðja 51-002 frá Skerðingsstöðum

Ófeigur 71-855              Gerður 51-049 frá Múla

Soldán 71-870                Snekkja 51-142 frá Kinnastöðum

Fursti 71-871                 Rák 51-219 frá Vatnsdal

Knútur 72-872               Sæunn 51-261 frá Sæbóli

Klettur 72-876               Skúfa 51-105 frá Skjaldfönn

Hængur 72-889              Dúfa 51-020 frá Höllustöðum

Köggul 73-877               Molda 51-035 frá Sveinseyri

Vængur 74-920              Gála 51-022 frá Höllustöðum

Fjári 74-936                   Snekkja 51-142 frá Kinnastöðum

Ráðsnjall 81-991            Kempa 51-130 frá Kinnastöðum

Þjónn 81-992                 51-148 frá Kinnastöðum

Gýgur 81-993                Gála 51-022 frá Höllustöðum

Stúfur 81-994                 Gála 51-022 frá Höllustöðum

Snáði 82-800                 Snekkja 51-142 frá Kinnastöðum

Djákni 82-801                Augabót 51-212 frá Vatnsdal

Sólnes 82-802                51-227 frá Brekku á Ingjaldssandi

Kain 82-803                   Teista 51-025 frá Höllustöðum

Eitill 82-804                   Kempa 51-130 frá Kinnastöðum

Aron 83-825                  Gála 51-022 frá Höllustöðum

Dvalinn 83-826              Snekkja 51-142 frá Kinnastöðum

Strammi 83-833             Væn 51-015 frá Miðjanesi

Sami 85-868                  Teista 51-025 frá Höllustöðum

Stubbur 85-869              Stíf 60-838 (aðfengin)

Kokkur 85-870               Háleit 51-114 frá Hamri

Dallur 85-877                 Gála 51-022 frá Höllustöðum

Krákur 87-920               Væn 51-015 frá Miðjanesi

Fóli 88-911                    Férák 51-215 frá Vatnsdal

Reki 89-925                   Álka 51-077 frá Laugabóli

Galsi 88-929                  Mygla 54-819 (aðfengin)

Keli 89-955                   Teista 51-025 frá Höllustöðum

Deli 90-944                   Augabót 51-212 frá Vatnsdal

Gosi 91-945                   51-227 frá Brekku Ingjaldssandi

Stikill 91-970                 Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Fenrir 92-971                 Freydís 51-116 frá Hamri

Hörvi 92-972                 Férák 51-215 frá Vatnsdal

Húnn 92-809                  Bylta 51-241 frá Miðhúsum

Bútur 93-982                 Jökla 51-016 frá Miðjanesi

Kúnni 94-997                 Sníkja 51-051 frá Arngerðareyri

Svaði 94-998                 Férák 51-215 frá Vatnsdal

Bjálfi 95-802                 Bót 51-207 frá Kvígindisfelli

Mölur 95-812                 Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Sónn 95-842                  Jökla 51-016 frá Miðjanesi

Sekkur 97-836               Jökla 51-016 frá Miðjanesi

Náli 98-870                   Freydís 51-116 frá Hamri

Áll 00-868                     Sníkja 51-051 frá Arngerðareyri

Lóði 00-871                   Eyrarós 51-242 frá Eyri

Hylur 01-883                 Gátt 51-070 frá Arngerðareyri

Gári 02-904                   Kúpa 51-120  frá Kinnastöðum (kollótt)

Ós 02-905                    

Frosti 02-913                 Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Kuldi 03-924                 Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Gaddur 04-950               Gála 51-022 frá Höllustöðum

Mímir 04-951                Gála 51-022 frá Höllustöðum

Bramli 04-952                Gátt 51-070 frá Arngerðareyri

Kveikur 05-965              Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Raftur 05-966                Bylta 51-242 frá Miðhúsum

Bifur 06-994                  Jökla 51-016 frá Miðjanesi

Bjálki 06-995                 Bylta 51-242 frá Miðhúsum

Þráður 06-996                Væn 51-015 frá Miðjanesi

Dökkvi 07-809               Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Freyðir 07-810               Bylta 51-242 frá Miðhúsum

Mjöður 07-811               Tunga 51-064 frá Arngerðareyri

Prjónn 07-812                Gála 51-022 frá Höllustöðum

Borði 08-838                 Freydís 51-116 frá Hamri

Hólmi 08-839                 Sæunn 51-261 frá Sæbóli

Máni 09-849                  Augabót 51-212 Vatnsdal

Snævar 10-875               Sæunn 51-261 Sæbóli

Drífandi 11-895             Bót 51-207 frá Kvígindisfelli

Bekri 12-911                  Bylta 51-242 frá Miðhúsum

Bursti 12-912                 Sæunn 51-261 Sæbóli

Skratti 12-913                Teista 51-025 frá Höllustöðum

Vetur 12-914                 Grásnoppa 51-154 frá Kinnastöðum

Hvati 13-826                  Férák 51-215 frá Vatnsdal

Hroki 15-969                 Golsukolla 51-112 frá Hamri

Dímon 16-993                Grásnoppa 51-154 frá Kinnastöðum

Durtur 16-994                Sníkja 51-051 frá Arngerðareyri

Drjúgur 17-808               Férák 51-215 frá Vatnsdal

Glæpon 17-809              Gátt 51-071 frá Arngerðareyri

Köggull 17-810              Férák 51-215 frá Vatnsdal

Kofi 18-833                   Férák 51-215 frá Vatnsdal

Rammi 18-834               Askja 51-210 frá Kvígindisfelli

Svörður 18-854              84-433, Reykhólum

Austri 19-847                 Gála 51-022 frá Höllustöðum

Galli 20-875                  Gála 51-022 frá Höllustöðum

Gimli 20-876                 Sæunn 51-261 frá Sæbóli

Strokkur 21-898             Golsa 51-260 frá Litlabæ

Jór 23-931                     Gála 51-022 frá Höllustöðum

Höfundur: Jón Viðar Jónmundsson

Image

Fyrir fjárskipti Hesti - Hrútaskrá úr fjárbók

Image
Hér eru upplýsingar um þá 56 hrúta sem Halldór Pálsson skráir í fjárbækur Hestsbúsins fyrir fjárskiptaniðurskurðinn haustið 1950. Ljóst er að einhverja skotablendingshrúta (ath. þrjú kyn á Hesti) aðkeypta vantar. Mögulega seldir eftir notkun lambsveturinn. Dæmi um þannig bókhald hjá honum eftir fjárskiptin.

Höfundur: Jón Viðar Jónmundsson, 2024

Hrútar
 1. Blær frá Guðlaugsstöðum fæddur 1943. Slátrað vegna mæðiveiki 1949. Faðir Blær 3 og móðir Þétt 154 bæði á Guðlaugsstöðum. Mjög mikið notaður og fjöldi dætra til á Hesti. Þær virðast hafa þolað mæðiveiki allvel.  Halldór talar um hann í bréfi til Páls bústjóra sem einn almesta kynbótahrút landsins
 2. Hallur frá Höllustöðum fæddur 1943. Slátrað 1945 vegna afleiðinga hornbrots. Því aðeins einn vetur í notkun. Nokkrar dætur sem entust illa. Hvítur og hyrndur eins og fram er komið.

 3. Klaki frá Kleifum fæddur 1943. Notaður einn vetur. Lánaður að Mófellsstöðum einn vetur en 1947 seldur að Svignaskarði þar sem honum var slátrað 1950. 18 ær á Hesti sem entust þokkalega. Hvítur, kollóttur.

 4. Öngull frá Ásgarði fæddur 1943. Mikil verðlaunakind, fyrstu verðlaun 1947, en var slátrað mæðiveikum haustið 1950. Var af Ásgarðskyni, Kleifafjár, en það þótti sérlega þroskamikið. Faðir Öngull undan Kolli frá Ólafsdal. Sífellt vaxandi notkun á Hesti og aukinn ásetningur með árunum. Dætur því allmargar og entust. Hvítur, hníflóttur.

 5. Höttur frá Guðlaugsstöðum fæddur 1943. Kom frá Guðlaugsstöðum af því þekkta fé en samkvæmt ættfærslu blandaður forystufé. Faðir Girðir 5 og móðir Svartkápa 68. Svarthöttóttur, hyrndur. Kemur veturgamall að Hesti og seldur 1946 að Efri-Brú í Grímsnesi. Sáralítið notaður á Hesti en örfáar dætur síðar keyptar á Guðlaugsstöðum.

 6. Kolur frá Gottorp fæddur 1943. Kemur fullorðinn 1946 og slátrað mæðiveikum í árslok og því mjög takmarkað notaður. Var blákolóttur og hyrndur.

 7. Klaufi frá Kleifum fæddur 1944. Faðir Lambi. Kom veturgamall að Hesti og aðeins notaður. Dætur hátt í 20 en grisjuðust talsvert. Hvítur, kollóttur.

 8. Gilli frá Gillastöðum 1944. Önnur verðlaun á sýningu 1947 og þá seldur í Varmalæk. Fáar dætur.

 9. Geir frá Arnarvatni fæddur 1942 á Kálfaströnd. Þriðju verlauna hrútur og takmarkað notaður. Koma að Hesti 1945 og slátrað ári síðar.

 10. Gítar frá Grænavatni fæddur 1944. Ætt frá Grænavatni, Helluvaði og Baldursheimi. Faðir Draupnir og móðir Dama. Slátrað 1946 mæðiveikum. Átti tvær dætur sem lifðu.

 11. Spakur frá Arnkötludal fæddur 1939. Ætt óþekkt. Halldór taldi hann besta kollótta einstakling á fyrri helmingi aldarinnar hér á landi. Notaður til sæðinga mest á Snæfellsnesi. Erfði gula kjötfitu. Seldur að Gilsbakka 1948. Frekar fáar dætur á Hesti.

 12. Krókur frá Guðlaugsstöðum fæddur 1942. Eigandi á Guðlaugsstöðum Halldór Pálsson. Faðir Baldur frá Ólafsdal, móðir Svartkolla. Notaður eina fengitíð en drapst eftir böðun 1947. Dætur fáar.

 13. Blettur frá Veisu. Fæddur 1941. Ætt úr Kelduhverfi og lengra bak úr Öxarfirði. Kom líklega að Hesti 1946 og hlaut þar fyrstu verðlaun á hrútasýningu 1947. Um tugur dætra alinn. Slátrað 1949 þá hrumur af elli en fullkomlega heilbrigður.

 14. Skoti B.L. hrútur fæddur 1942. Áreiðanlega hjá Runólfi á Hvanneyri. Fékk fyrstu verðlaun 1947. Gríðarvænn. Seldur að Höfða í Eyjarhreppi Fáar dætur.

 15. Atli hreinn B.L. frá Hvanneyri fæddur 1946 og úr sæði frá Skotlandi og móðir BL ær á Hvanneyri. Drepinn af hrafni haustið 1948. Dætur 12 sem lifðu vel. Hvítur, kollóttur.

 16. Freyr ½ fæddur 1946 úr Chevíot sæði en móðir frá Gillastöðum. Slátrað 1948 og var þá allur aflagaður. Alinn á annan tug dætra sem entust þokkalega.

 17. Dvergur ½ fæddur 1946 á Fjarðarhorni úr Chevíot sæði en móðir Slikja 9. Honum slátrað 1947 og virðist hafa verið ræfilskind sem ekkert var alið undan. Hvítur, hníflóttur.

 18. Kambur ½ fæddur 1946 úr Cheviót sæði en móðir Egg 206 sem bar dóttir Blæs 43-001 frá Guðlaugsstöðum. Var lánaður veturgamall að Búrfelli í Grímsnesi. Engar dætur aldar á Hesti. Hvítur, stórhníflóttur.
 19. Höfði ½ fæddur 1946 úr Svarthöfðasæði, móðir grá ær frá Eiríki presti. Seldur að Úthlíð 1949. Hvítur með dökkan haus og fætur, hyrndur.
 20. Loki fæddur 1946 á Hesti og sagður þingeyskur án ættfærslu. Slátrað veturgömlum og engar dætur aldar.
 21. Njörður fæddur 1946 á Hesti og fær sömu umsögn og Loki 46-020.
 22. Þór fæddur 1946 og faðir Geir 42-009 frá Kálfaströnd, móðir Freyja 274. Honum slátrað 1948 og 2 dætur aldar.
 23. Hrani fæddur 1946 frá Jónasi Péturssyni á Hranastöðum og get mér til af Þórustaðafé sem var frægast þar á bæjum þá. Jónas varð síðar tilraunastjóri á Skriðuklaustri en fór að sögn Halldórs til ónytsamlegri starfa þegar hann settist á Alþingi sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1961. Halldór sagði líka að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra með fleiru hefði varað Jónas við að heimsækja Halldór. Hrani var 1948 seldur að Heggsstöðum og ekki aldar dætur hans á Hesti.
 24. Hlýri var fenginn lamb frá Magnúsi Lýðssyni á Hólmavík 1946. Hann var síðan seldur að Steðja 1948. Hlýri var örðuhníflóttur.
 25. Sál var fæddur 1945 á Breiðumýri en ættaður frá fjárræktarbúinu á Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi og líklega skyldur Hrana 46-023. Þetta var fádæma vænn hrútur sem kemur að Hesti haustið 1947. Hann drapst úr mæðiveiki vorið 1950 og aldar 9 dætur á Hesti..
 • Golíat var fæddur 1943 á Gillastöðum en seldur lamb að Borgum í Bæjarhreppi þar sem Halldór kaupir hann 1947. Áður hafði hann mætt á hrútasýningu á Kjörseyri 1945 og hreppt fyrstu verðlaun. Notaður á Hesti tvo vetur og alinn um tugur dætra. Honum slátrað haustið 1950 sennilega alheilbrigðum. Hann var smáhníflóttur, hvítur.
 1. Þráinn var fæddur á Kleifum 1944 en keyptur í Gröf í Óspakseyrarhreppi 1947 og áframseldur 1949 að Klausturhólum í Grímsnesi. Faðir Lambi. Aldar 9 dætur á Hesti. Kollóttur, hvítur.
 2. Funi fæddur 1944 á Stórhóli af Ólafsdalskyni og keyptur 1947 að Hesti þar sem hann er notaður einn vetur, engar dætur aldar á Hesti en Funi fer síðan í Engey í þá frægu björgunartilraun sem Halldór var þar með á þeim árum. Hvítur og kollóttur.
 3. Nafnlaus hrútur fæddur 1947 á Hesti faðir Blettur 41-013 frá Veisu, móðir Fjóla 62 frá Gottorp undan Koli 43-006. Halldór selur Guðmundi Péturssyni, bústjóra hrútinn en elur ekki dætur hans á Hestsbúinu. Af óskýrðum ástæðum alinn lambsveturinn á Gilsbakka.
 4. Prúður fædur á Guðlaugsstöðum 1947 og keyptur að Hesti lambið og var faðir hans Riddari og móðir Spjálkhyrntagrána 14 en þriggja kynslóða ættfærsla er í fjárbókinni. Notaður á Hesti til fjárskiptanna 1950 og þá slátrað alheilbrigðum. Aðeins aldar 3 dætur á Hesti. Hvítur, hyrndur.
 5. Hölluson fæddur 1947 faðir Öngull 43-004 frá Ásgarði móðir Halla 63 frá Höllustöðum í Blöndudal. Slátrað við fjárskiptin en samkvæmt hrútasíðu hans aðeins notaður síðasta árið og dætur því engar. Hníflóttur og gulur á haus.
 6. Smári frá Ólafsdal fæddur 1947 sonur Smára sem var á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík það ár og Hjalti Gestsson kaupir þar og flytur að Hæl. Mikið notaður á Hesti einn vetur og alinn gimbrahópur sem var annar stóri hópurinn í rannsókninni um vöxt og þroska áa. Búið selur Smára í Hvítárvelli haustið 1949. Kollóttur og hvítur.
 7. Broddur fæddur í Broddanesi 1947. Engin ættfærsla en áreiðanlega dæmigerður kollóttur Kleifakynshrútur. Örfáar dætur aldar á Hesti en seldur 1949 að Indriðastöðum. Hvítur og kollóttur.
 8. Platón fæddur á Stóru-Laugum í Reykjadal 1947. Af suður-þingeysku kyni. Aðeins 1 ær alin á Hesti undan honum. Seldur veturgamall að Gilsbakka. Var golbíldóttur að lit og með horn.
 9. Laukur fæddur á Höllustöðum 1943. Seldur þaðan lamb að Fiskilæk þar sem Halldór fær hann 1948 og selur haustið eftir í Skálholt en ekki kunnugt hvort honum var slátrað þar eða grafinn í vígðri mold. Aðeins 3 dætur hans aldar á Hesti. Laukur var hvítur en gulur á haus og fótum, hyrndur.
 10. Grímur fæddur í Grímstungu 1948 og Halldór kaupir hann af móðurbróður sínum þá um haustið. Faðir hans hét Kjammi. Slátrað heilbrigðum niðurskurðarhaustið. Ein dóttir alin á Hesti. Hvítur og hyrndur.
 11. Goði fæddur á Valdalæk 1948 faðir Golsi og Halldór taldi áreiðanlega af Gottorpkyni. Kemur lamb að Hesti en seldur veturgamall í Súlunes. Aldar 8 gimbrar á Hesti. Hvítur, hyrndur, gulur á haus og fótum.
 12. Golsi fæddur á Valdalæk 1948 og kemur lamb að Hesti. Svartgoltóttur og hyrndur. Örlög hans ekki frekar rakin á hrútasíðu fjárbókarinnar.
 13. Sókrates fæddur á Hest 1948 faðir Platón 47-034 móðir Surtla 385. Ekki aldar dætur. Slátrað heilbrigðum niðurskurðarhaustið. Grábíldóttur, hyrndur.
 14. Muggur fæddur 1948 faðir Blær 43-001, móðir Mugga 57 en þau komu bæði frá Guðlaugsstöðum. Var ónýtur og slátrað mæðiveikum nálægt áramótum 1949-1950. Hvítur og hyrndur. Þrátt fyrir þetta fæddist undan honum eitt lamb á Hesti sem var slátrað.
 15. Baldur fæddur 1948 faðir Blær 43-001 frá Guðlaugsstöðum móðir 396 sem var undan Blæ 43-001 og Hélu 88 frá Kagaðarhóli. Slátrað veturgömlum þar sem hann reyndist ófrjór. Hvítur og hyrndur.
 16. Bjarki fæddur 1948 faðir Blettur 41-013 frá Veisu, móðir Björk 82 frá Guðlaugsstöðum. Notaður tvo vetur. Hvítur, hyrndur. Engar aðrar upplýsingar.
 17. Skolli fæddur 1948 faðir Þráinn 44-027 frá Kleifum móðir Röst 247 af Klefafé og Skolli skyldleikaræktaður útfrá Lamba á Klefum. Seldur í Eyvindartungu í Laugardal veturgamall. Hvítur, kollóttur.
 18. Svarthöfði fæddur 1948 ½ Svarthöfði. Faðir Hjörtur frá Hóli í Svarfaðardal (hrútur sem mynd er af í Frey 50 ára) móðir 401 dóttir Höfða 46-019 (nafnarugl í fjárbókinni). Notaður tvo vetur og slátrað í fjárskiptunum, heilbrigðum. Svarthöfðóttur, hyrndur.
 19. Teningur fæddur 1948 var ½ Faðir Freyr 46-017 frá Gillastöðum (1/2 C) og móðir 351 sem einnig var hálfblóðs úr sæði og Sunnur 24 frá Ásgarði. Notaður tvo vetur og slátrað heilbrigðum haustið 1950. Hvítur, örðuhnflóttur.
 20. Dóni fæddur 1948 faðir Varmi á Hvanneyri frá Varmalæk (½ BL) móðir 344 sem var BL hálfblendingsær frá Fossum. Átti tvo lambaárganga á Hesti og slátrað heilbrigðum haustið 1950. Hvítur og kollóttur.
 21. Sóði fæddur 1948 faðir Atli 46-015 frá Hvanneyri móðir Áma 303 frá Hvanneyri úr BL fénu þar. Því hreinn BL hrútur. Slátrað heilbrigðum 1950 en aðeins lömb undan honum síðara árið. Hvítur og kollóttur. 
 22. Olli fæddur 1946 frá Hvanneyri úr sæði úr skoskum Svarthöfðahrúti og móðir Björt, því hálfblóðs. Kemur að Hesti haustið 1948 og drepst úr lungnabólgu eða lifrarbólgu sumarið 1949. Hvítur en dröfnóttur á haus og fótum, hyrndur.
 23. Hvanneyringur fæddur 1946 á Hvanneyri hreinn BL hrútur. Keyptur frá Hvanneyri haustið 1948 og slátrað kvíðrifnum haustið 1949. Aldar 4 gimbrar. Hvítur og kollóttur.
 24. Mac fæddur 1949 en ekki séð hvort hann var hreinræktaður BL vegna þess að faðerni hans í fjárbókinni er yfirstrikuð en ljóst að hann var hálfur eða hell BL en móðir hans Lýsa 313 var hreinræktuð BL ættuð frá Hvanneyri. Slátrað haustið 1950. Aðeins eitt lamb undan honum til nytja. Hvítur og kollóttur.
 25. Uggi fæddur 1949 faðir Svarthöfði 48-044 móðir 407 sem einnig var ½ Svarthöfði ættuð frá Fiskilæk. Líklega slátrað 1950. Aðeins 2 lömb undan honum. Svarthöfðóttur og líklega hyrndur þó að það sé ekki skráð.
 26. Amor fæddur 1949 faðir Öngull 43-004 frá Ásgarði og móðir Hind 294 frá Kleifum. Slátrað 1951 og hefur því farið í Engey. Átti 9 lömb á Hesti 1950. Hvítur, kollóttur.
 27. Óðinn fæddur 1949 faðir Smári 47-032 frá Ólafsdal móðir Kvika 360 undan Klaufa 44-007 frá Kleifum og Kviku 27 frá Kleifum. Átti 17 lamba hóp veturgamall. Slátrað þá heilbrigðum. Hvítur og kollóttur.
 28. Feldur fæddur 1949 faðir Smári 47-032 frá Ólafsdal, móðir Perla 173 undan Öngli 43-004 frá Ásgarði og á frá Höllustöðum. Átt 7 afkvæmi haustið 1950 og slátrað þá veturgömlum, heilbrigðum. Hvítur, örðuhníflóttur.
 29. Fífill fæddur 1949 faðir Laukur 43-035 frá Höllustöðum móðir Mugga 453 undan Blett 41-013 frá Veisu og á frá Guðlaugsstöðum. Vísbendingar í fjárbók um að hann hafi farið til Engeyjar. Átti ekki afkvæmi á Hesti. Hvítur og hyrndur
 30. Nökkvi fæddur 1949 faðir Goði 48-037 frá Valdalæk, móðir Kolbrún 395 undan Blæ 43-001 frá Guðlaugsstöðum og Fjólu 62 frá Gottorp. Átti 11 afkvæmi á Hesti haustið 1950 og virðist hafa farið til Engeyjar vegna þess að hann drapst úr bráðapest í nóvember. Hvítur og hyrndur.
logo

Knowledge in the field of sustainable use of resources, environment, planning and food production.

LBHÍ / AUI

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Phone 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Electronic invoices
Image

Campuses

Shortcuts

Social media

Image
Image