Laus störf

Hér má finna lista yfir laus störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Frekari upplýsingar má nálgast hjá mannauðsstjóra.

Image
Framkvæmdastjóri Gleipnis - Nýsköpunar og þróunarseturs á Vesturlandi

Auglýsum eftir drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða Gleipni – Nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með yfirburðaþekkingu og áhuga á nýsköpun og þróun sérlega tengt sjálfbærni, landbúnaði og loftslagsmálum. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvanneyri.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með daglegum rekstri
 • Stefnumótun og áætlanagerð
 • Samskipti og tengsl við hagaðila
 • Frumkvæði að og fjármögnun nýrra verkefna
 • Umsjón með og kynning á verkefnum Gleipnis

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Leiðtogahæfni og drifkraftur
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Góð tungumálakunnátta
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Nánari upplýsingar veita Áshildur Bragadóttir nýsköpunar- og endurmenntunarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands ashildur@lbhi.is og Stefán Valgarð Kalmansson aðjúnkt Háskólanum á Bifröst (stefank@bifrost.is). Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi Sendist á ashildur@lbhi.is. Umsóknarfrestur framlengdur til og með 9. ágúst 2022.

Landbúnaðarháskóli Íslands | Háskólinn á Bifröst

Image
Image
Image
Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image